Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Qupperneq 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Qupperneq 15
Kanadamenn skera upp herör gegn ofVeiði og smáfiskadrápi Leita leiða til að verjast yfirgangi EB-ríiganna utan 200 mílnanna Fimmcial Tjmeii ísland Eftir aö sigur haföi unnist í landhelgisdeilunum árið 1976, og viö íslendingar fengiö óskoraðan rétt yfir fiskimiöun- um, var mörkuð sú stefna í fisk- veiðum aö draga úr sókn í smafisk til þess aö hann mætti vaxa og veröa stór. Sagt var aö það þyrfti aö byggja upp stofn- inn, stækka hann, til þess aö afli á sóknareiningu myndi auk- ast, stofninn yrði samsettur úr fleiri árgöngum. Þannig mætti draga úr sveiflum og hrygning- arstofninn yrði stærri. Fyrst var möskvinn stækk- aður í belg og poka botnvörpu úr 120 mm í 135 mm áriö 1976, og 1. febrúar 1977 var möskv- inn í botnvörpupoka enn stækkaður í 155 mm. Lág- markslengd fisks, sem landa má var aukin úr 43 cm í 50 cm fyrir þorsk og ufsa og úr 40 cm í 45 cm fyrir ýsu (Sigfús Schopka, Ægir 12/1980). Friöun smáfisks skilaði ár- angri, því lesa mátti þetta í skrif- um árið 1980 (Sigfús Schopka, Ægir 12/1980): „ Ef borin er saman meðalsókn í sérhvern aldursflokk þorsks (mæld í fisk- veiðidánarstuðlum) árabilið 1971-1975 annars vegar við árabilið 1977-1979 hins vegar, eftir að möskvastækkunin er komin í framkvæmd og Bretar horfnir af íslandsmiðum, þá kemur í Ijós að svo til öll sóknar- minnkunin, sem hefur átt sér stað, er í yngri aldursflokkana eins og vænta mátti. Þannig hefur sókn í 3 ára þorsk minnk- að um 78% skv. bráðabirgða- tölum, 35% í 4 ára þorsk og 25% í 5 ára þorsk, en sóknar- minnkun eldri þorsks er hverf- andi“. Þrátt fyrir að smáfiskafriðun- in tækist svo vel sem skýrt er frá hér að framan tókst ekki að stækka þorskstofninn. Árið 1976 var veiðistofn þorsks, skv. útreikningum Hafrannsóknastofnunar (Hafr- annsóknastofnunin, Fjölrit nr. 19), 950 þús. tonn og hrygning- arstofninn 409 þús. tonn. Árið 1983, eftir 7 ára uppbyggingu, var veiðistofninn 794 þús. tonn og hrygningarstofninn 296 þús. tonn, þráttfyrirað aflinn 7 fyrstu ár uppbyggingartímans (1977- 83) hafi að meðaltali verið um 24 þúsund tonnum minni á hverju ári en næstu sjö árin þar á undan (1970-76), árunum sem voru kennd við „taumlaust smáfiskadráp Breta“. Stöldrum aðeins við. — Þrátt fyrir að dregið hafi úr afla að meðaltali um 24 þús. tonn á ári minnkaði veiðistofninn úr 950 þús. tonnum í 794 þús. tonn eða um 22 þús. tonn að meðal- tali á ári! Árið 1983 var svo komið að nauðsynlegt þótti að gera til- lögur um 200 þús. tonna aflamark. Kvótakerfið var innleitt sem skammtíma neyðarráðstöfun til þess að bjarga fiskstofnunum, en við búum við það enn og nú er svo komið, í mesta fisklandi heimsins, að einungis er leyfi- legt að veiða kola og marhnút af bryggjuhausum án tilskilinna leyfa. Ja bitte nú, hefði amma mín sagt! Þessi stefna, aö byggja upp þorskstofninn með friðun, hef- ur verið gagnrýnd. Minnast má fundar í Norræna húsinu fyrir réttum fimm árum en þar voru þessi mál tekin til ítarlegrar um- fjöllunar. Áframhald varð þó minna en æskilegt hefði verið, og að mínu mati kom þar helst til sú afstaða sjávarútvegsráð- herra, að standa með sínum ráðgjöfum og hvika hvergi. Gagnrýnin á þessum tíma, og reyndar síðar, byggðist á því að forsendan fyrir því að friða smáfisk hlyti að byggjast á því að fæðan í hafinu væri ekki fullnýtt. Hugmyndir um stækk- un stofnsins hlytu að byggjast á þeirri vissu að fæða handa þorski væri til í umframmagni. Árið 1983 hafði vöxtur þorsks farið minnkandi í nokkur ár og eðlilegt að varpa því fram að forsendur hefðu reynst aðrar Sjávarútvegur við Norður-Atlantshaf: Kreppa af völdum rányrkju o g ofvaxins fískiskipastóls MIKILL vandi steðiar nú að öllum fiskveiðibióðum við norðan- l~ Fyrirsögn í Mogga 26/1 1990. Mogginn 14. janúar 1990. VÍKINGUR 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.