Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Page 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Page 25
Viðtal Jáí og senda svo kannski kveöjur [ land eöa biöja um óskalög. Þaö er oft aö fólk heldur að sjómenn vilji bara heyra þessi dæmi- geröu sjómannalög, en þaö er ekki rétt. Sjómenn eru ekkert öðruvísi en annaö fólk, þaö er frekar fólk í landi sem hringir og biöur um þessi sjómannalög. Það er oft og iðulega aö sjó- menn komast ekki aö vegna þess aö fólk í landi hringir svo mikiö. — Er þetta skemmtilegt? — Já, þetta er skemmtilegt, en þaö er erfitt að staöna ekki. — Er eitthvað sérstakt sem þér er minnisstætt sem hefur komið upp á í þessum þátt- um? — Já, það var einu sinni í útsendingu sem ég geröi mis- tök í sambandi viö tæknibúnað- inn. Ég sé um allt í útsendingu þáttanna, stjórna símanum, tónlistinni og öllu því, þaö er enginn tæknimaður meö mér. Og ég var sem sagt að tala viö einhvern í símann og baö hann aö bíöa meðan ég kynnti lag. Þá opna ég fyrir mig meðan ég er aö fara í loftiö. Svo átti ég aö loka fyrir mig aftur en gleymdi því. Fór bara aö tala í símann eins og ekkert væri og það fór náttúrlega allt út. En máliö var að það heyrðist ekkert í mann- eskjunni í símanum, heldur bara í mér! Og þegar maður er aö tala út á sjó þá talar maöur ekki mjög lágt. Þetta gekk ör- ugglega í 2 mínútur sem er langur tími í útsendingu. — Nú vissir þú ekki mjög mikið um sjómennsku þegar þú byrjaðir með þáttinn, ertu ekki búin að fræðast tölu- vert? — Jú, ég er miklu fróðari. Ég vissi lítið um sjómennsku þegar ég byrjaði, en ég held aö ég hafi lært heilmikið. Þetta hefur gefið mér mjög mikið. — Hafa þeir ekki boðið þér með í túr? — Jú, oft og mörgum sinn- um. Ég veit hins vegar ekki hvort ég þigg þaö. Mér er eigin- lega illa við sjóinn, mér finnst hann ógnvekjandi og er hálf hrædd við hann. Gyöa Dröfn á 6 ára dóttur, Tinnu, og er í sambúð meö Árna Magnússyni dagskrár- gerðarmanni á Rás 2. Hvernig gengur fjölskyldulífiö þegar þið vinnið bæöi á útvarpi? — Það gengur bara vel. Þaö getur auövitaö veriö erfitt aö vinna bæöi á sama staö, en við vinnum yfirleitt ekki á sama tíma. Ég er í 50% vinnu, en svo skrifa ég greinar í blöö meö- fram starfinu á rásinni. — Ef þú hættir með þenn- an þátt, hvað hefurðu þá hugsað þér að gera? — Ég veit það ekki. Ég reyni að lifa fyrir einn dag í einu og þaö veröur bara aö koma í Ijós. En meðan ég hef gaman af þessari vinnu og finnst ég vera aö gera góöa hluti, þá held ég áfram. Gyða Dröfn Tryggva- dóttir við hljóðnemann: Sjómenn eru mjög þakklátir hlustendur. VÍKINGUR 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.