Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Page 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Page 42
Björgvin Þór Jóhannsson Benedikt H. Alfonsson JRC-Raytheon NWU-53 litaskrifarinn. í neðra horninu hægra megin sést sjókrot í mæli- kvarðanum 1:500.000, en til vinstri er nyrsti hlutinn mikið stækkað- ur eða í mælikvaðanum 1:100.000. krókótta lín- an er leið skipsins og endapunktur hennar er staöur skipsins. 42 VÍKINGUR nyjUMGAR TÆKMI I staö þess aö hafa sjókortiö liggjandi á kortaboröinu og þurfa aö fara inn í kortaklefa annað slagið til aö líta á kortið og gera staöarákvöröun hefur skipstjórnarmaöurinn þaö fyrir framan sig í brúnni á litaskjá. Kortin eru geymd í minni tölvu og kölluð fram á skjáinn eftir þörfum. Þessi kort eru þó ekki svo nákvæm aö þau komi í staðinn fyrir sjókortið á korta- borðinu og dómgreind skip- stjórnarmannsins, heldur ber aöeins aö líta á þau sem hjálp- artæki. Nýjustu skrifararnir sýna kort yfir eitthvert tiltekið svæöi á hluta skjásins, en hinn hluti skjásins sýnir minni hluta af sama korti í miklu stærri mælikvarða. Það er t.d. mjög þægilegt þegar höfn er stutt undan að fá hafnarkortið þann- ig fram á skjáinn. Nýjasti lita- skrifarinn frá JRC-Raytheon, sem sýndur var af Sónar hf., er af þessari gerð. Skrifarinn nefnist NWU-53 Color Video Plotter. Hann er mjög þægileg- ur í notkun vegna stýripinna og mikils vinnsluhraöa. Stýripinn- inn flytur bendil mjög hratt yfir skjáinn og þannig er hægt aö merkja staöi og ná í gögn hratt og af mikilli nákvæmni. Velja má um sjö liti á slóö skipsins og auk fjölda tákna í sjókortinu eru tíu forritanleg merki fyrir not- andann, fjögur atvikamerki (event marks) meö mismun- andi lögun eru fyrir hendi og 100 Jeiöarpunktar. Þaö má t.d. geyma tíu siglingaleiðir sem hafa tíu leiðarpunkta hver til aö varöa leiðina (leiðarpunktar gegna þá sama hlutverki og vöröur á fjallvegum hér áður fyrr). Sé NWU-53 tengdur litaskjá- dýptarmæli sýnir skrifarinn með tölum hvaö botninn er haröur, hann sýnir þá líka sjáv- arhita og dýpi í tölum. Ef not- andinn vill getur hann fengið fram á skjáinn litbrigði sem sýna hvort sjávaryfirborð er að lækka eöa hækka (hvort útfall er eöa aðfall), hitastigsbreyt- ingu og breytingu á dýpi. Umboðið fyrir þessa skrifara hér á landi hefur Sónar hf., Baldursgötu 14, Keflavík. Loftskeytamannatal tilvalin tœkifœrisgjöf Bókin er til sölu á skrifstofu FIL og afgreiðslunni að Borgartúni 18, kl. 8-16. símar 29933 og 13417.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.