Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Síða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Síða 50
MALEFNALEG UMFJOLLUN Helgi Laxdal formaður Vélstjórafélags íslands Þess í stað leggst hann í sandkassaleik, nú en hann um það. 50 VÍKINGUR í síðasta tölublaði Víkingsins var nokkuð merkileg grein eftir formann Bylgjunnar, Reyni Traustason, félags skipstjóra og stýrimanna á Vestfjörðum. Ekki er þar með allur framinn upptalinn því maðurinn er einnig orðinn frétt- aritari Dagblaðsins á Flateyri. Greininni var víst ætlað að svara grein undir- ritaðs í blaðinu þar á undan, en því miður er ekki mikið um málefnalega umfjöllun að ræða heldur fyrst og fremst róg og annað í þeim dúr. Greininni er að því best verður séð ætlað að vera skemmtileg og vafalítið eru einhverjir til sem hafa gaman af þessari lesningu, sem fyrst og fremst ber vitni um sálarástand höfundar- ins. Öll þessi skrif eru til komin vegna þess að vélstjórar vog- uðu sér að hafa skoðun á starf- semi Farmanna- og fiski- mannasambands íslands og aðild Vélstjórafélags íslands að sambandinu. Málefnalega umræðu um málið þoldi Reynir ekki eða kannski, sem trúlega er réttara, hefur ekki getu til þess að fjalla um það á þeim nótum. Þess í stað leggst hann í sandkassaleik, nú en hann um það, ég ætla aftur á móti að fjalla um málið efnislega. Því miður er ekki mörgum efnisat- riðum að svara í áðurnefndri grein, þó ætla ég ögn að minn- ast á ætlaða aðför Bjarna Sveinssonar og loðnusjó- manna að mér á síðasta þingi FFSÍ. Upphaf málsins mun vera það að á árinu 1989 var gert samkomulag milli íslendinga, Grænlendinga og Norðmanna um nýtingu loðnustofnsins. Um þetta mál er búið að halda fjölda funda með fulltrúum frá þessum þjóðum og allir þeir sem máliö þekkja talið nauð- syn á að gera um það sam- komulag. Samkomulagið var samþykkt af viðkomandi hags- munaaðilum og Alþingi íslend- inga óbreytt. Á fundi stjórnar FFSÍ þann 3. feb. 1989 var samkomulagið tekið fyrir og þannig afgreitt með samþykki allra stjórnarmanna: Sambandsstjórn FFSI fagn- ar því að kominn skuli á samn- ingur um loðnuveiðar milli is- lendinga, Grænlendinga og Norðmanna. Stjórnin telur að tengja beri afgreiðslu samn- ingsins öðrum samningum um veiðiheimildir islendinga innan fiskveiðilögsögu áðurnefndra þjóða. Til að hindra öngþveiti á mið- unum krefst stjórnin þess að takmarkaður verði fjöldi er- lendra veiðiskipa á miðunum hverju sinni í samræmi við afla- heimildir. Einnig krefst stjórn FFSÍ þess að tryggt verði að erlend veiði- skip fari í einu og öllu að ís- lenskum lögum á meðan þau eru innan íslenskrar fiskveiði- lögsögu. Fundinn sátu eftirtaldir: Guðjón A. Kristjánsson, Helgi Laxdal, Reynir Björnsson, Ragnar G.D. Hermannsson, Bjarni Sveinbjörnsson, Skafti Skúlason, Harald Holsvik og Guðmundur Hafsteinsson Sé mér einum eignuð þessi samþykkt finnst mér nú að mér sé gert full hátt undir höfði og að sama skapi lítið gert úr öðr- um stjórnarmönnum. Hafi menn aftur á móti af því fróun að eigna mér einum afgreiðslu þessa máls þá hefi ég eigi önn- ur orð um en „lítið gleður vesælan". Eitthvað var fréttari- tarinn að dylgja meö kjör mín hjáfélaginu. Hafihannáhugaá að vita hver þau eru þá getur hann vafalaust fengið upplýs- ingar um það hjá Skattstofu Reykjaness, en svona rétt til þess að seðja sárasta sultinn í málinu þá eru mín laun víst hliö- stæð og laun ritstjóra Víkings- ins og upplýsingar um þau get- ur hann vafalítið fengið hjá ritn- efnd blaðsins. Annað í greininni er ekki bitastætt eins og áður hefur komið fram. Fyrst ég er byrjaður að skrifa ætla ég ögn að halda áfram þar sem Sveinn Á. Sigurðsson varaformaður félagsins hætti í grein sem birtist í 8. tbl. Vík- ingsins 1989. Hann vék að launamöguleikum vélstjóra til sjós og þeirri skólagöngu og þjálfunartíma sem til þarf í sam- anburði við laun, skólagöngu og þjálfunartíma stýrimanna og skipstjóra. Það er mjög fróðlegt að skoða þessa þætti. í eftirfarandi súluritum koma þessar upplýsingar glöggt fram.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.