Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Side 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Side 51
FÉLAGSMÁL Súlurit I: Fiskiskip stœrri en 200 brl., raeð aðalvél 1500 - 3000 kw. 25 1 5 2 Hlutur 4 5 Náms- og þjálfunarttmi I árum Súlurit II: Fiskiskip stœrri en 200 brl., með aðalvél 750 - 1500 kw. 25 1 5 1.625 2 Hlutur Hlutur Námstiml Þjállunartlml Náms- og þjálfunartimi I árum Miðað er viö fiskiskip stærra en 200 brl. með aðalvél 1500 -3000 kw. Til að stjórna fiskiskipi sem er stærra en 200 brl. þarf hið meira fiskimannapróf, sem veitir ótakmörkuð réttindi á fiskiskip auk þjálfunartíma. Til aö vera yfir- eöa 1. vél- stjóri á skipi með aðalvél sem er stærri en 1500 kw þarf allan Vélskólann að viðbættu sveinsprófi (vélfræðingur) og þjálfunartíma. Hér er einnig miðað við fiski- skip stærra en 200 brl. en á það þarf ótakmörkuð skipstjórnar- réttindi. Nú er miðað við aðalvél á bil- inu 750 - 1500 kw. Til þess að sinna yfir- eða 1. vélstjórastarf- inu þarf III stig Vélskóla auk þjálfunartíma. Af dæmunum hér er alveg Ijóst að ef eingöngu er miðað við nám og þjálfunartíma er mun hagstæðara að leggja fyrir sig stýrimanna- en vélstjóra- fræði. Þetta á alveg sérstak- lega við um skip sem eru með stærri aðalvélar en 1500 kw. Á þeim tekur það yfirvélstjór- ann 8,5 ár að öðlast tilskilin réttindi á meðan það tekur yfir- stýrimann aðeins 4,25 ár. Báðir eru á sömu launum, 1,5 hlut, að auki á stýrimaðurinn mögu- leika á því að verða skipstjóri sem hækkar hann í 2 hl. Berum við saman 1. vélstjóra og 2. stýrimann sem báðir eru á 1,25 hlut, þá tekur það vélstjór- ann 7,5 ár að ná tilskyldum rétt- indum en stýrimann 4,25 ár. Um laun 2. vélstjóra er tæpast hægt að fjalla því þau eru til háborinnar skammar fyrir alla þá sem nálægt þessum málum hafa komið bæði fyrr og síðar en náms- og þjálfunartími hans er 5 ár á meðan umsamin laun eru 1,125 hl. Bátsmaðurinn, sem á allt gott skilið, er með laun allt frá 1,2 - 1,25 hl. eftir landshlutum, en hann þarf ekki að eyða einum degi í skóla- göngu. Aftur á móti skal það tekið fram aö aðrir verða ekki bátsmenn en þeir sem hafa að baki langan sjómannsferil og hafa sannaö getu sína til þeirra starfa. Einhverjir spyrja vafalítið, er nú þörf á öllum þessum náms- og þjálfunartíma? Þeim hinum sömu ráðlegg ég að fara um borð t.d. í nýjustu frystiskipin og skoða allan þann margháttaða búnað sem þar er um borð, en nánast öllum þessum búnaði er sinnt af vélstjórum, sem eru þeir einu um borð sem hafa þann námsgrunn sem til þarf. Á áðurnefndum skipum með stærri aðalvél en 1500 kw hefur Vélstjórafélag íslandssettfram kröfu um hækkun á aukahlut- um vélstjóranna. Þeirri kröfu munum við fylgja fast eftir næst þegar um verður að ræða frjálsa samninga hér á landi og auðvitað reiknum við með því að FFSÍ, okkar heildarsamtök, styðji okkur dyggilega í því rétt- lætismáli, skárra væri það nú. ...en svona rétt til þess aö seöja sárasta sultinn í málinu þá eru mín laun víst hliðstæð og laun ritstjóra Víkingsins. VÍKINGUR 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.