Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Page 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Page 29
ISLENDINGUM OGN vegi eru engan veginn á sama máli og segja veiðarnar byggj- ast á 20-25 ára gömlum fiski þannig að enginn hætta sé sjá- anleg á ofveiði. Sem stendur eru menn enn að þrátta um þessa hluti og boltinn liggur hjá ráðamönnum þjóðarinnar, en sýnt er a.m.k. að ekki verður um aukningu á kvóta að ræða næstu árin. Ef svo fer að um niðurskurð verði að ræða þá sjá menn helst vonarneista í veiðum á „hoki“. Hann er einnig djúpsjáv- arfiskur, grár að lit og til að lýsa honum fyrir íslendingum væri helst að finna samlíkingu í smárri blálöngu. Til þessa hafa frystihúsin notast við hoka til uppfyllingar, þegar „orange roughy" er ófáanlegur og hafa þau unnið hann á heimamark- að. Einhverjar tilraunir hafa verið gerðar til að selja hoka á Ameríkumarkaðinn en kaup- endur þar hafa ekki verið hrifnir af bragðinu af honum. Ástæðan fyrir þessu auka- bragði stafar af fiturák sem liggur eftir fiskinum endilöng- um. Þessi fiskfita þránar fljótt og skemmir út frá sér. Nú hafa menn verið að þreifa fyrir sér með að ná þessari fiturák burt og takist þeim það með viðráð- anlegum kostnaði telja þeir að Ameríkumarkaður standi þeim opinn og það er þess vegna sem íslendingum stendur ógn af Nýsjálendingum. Nú þegar hafa tvö fyrirtæki, Fletcher og Sealord, markaðssett tilrauna- framleiðslu á fitulausum hoka og fyrstu viðbrögð eru sögð góð. En kostnaðurinn við þessa framleiðslu er geysihár, sér- staklega hjá Sealord, sem not- ast við tölvuvædda vatns- skurðarlínu. Fletcher senda sinn fisk til vinnslu á Tahilandi og þar er notast við ódýrt vinnu- afl en sú aðferð er seinleg og ekki líkleg til að skila miklum VÍKINGUR 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.