Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Síða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Síða 32
Einar Vilhjálmsson tók saman 32 VÍKINGUR SKIPSKAÐAR Á SEYÐISFIRÐI OG ÓVÆNT FERÐALOK TVÆR FRÁSAGNIR Fárviöri gekk yfir landiö hinn 20. sept., áriö 1900 og olli víöa tjóni, bæði á mönnum og mannvirkjum. í Foroya Sigling- arsogu eftir Pál Nolsoe er sagt frá atburðum á Seyðisfiröi þennan óveðursdag. Fjögurfæreysk skip áttu í erf- iðleikum þar þennan dag: Streymoyan, eign Oggjafé- lagsins, Energy frá Tvoroyri, Fearless frá Tvoroyri, sem komiö hafði inn 18. sept. til beitukaupa og Ftoyndin Fríða, einnig frá Tvoroyri, sem kom til hafnar 19. sept. og lagðist við akkeri sunnan fjarðar, rétt utan við Wathnebúð. Veðrið var þá sæmilegt en um kl. 04:00 að morgni 20. sept. gerði útsunn- an hvassviðri. Jóhannes Lam- baa skipstjóri á Streymoynni lét þegar setja segl, sigldi út úr firðinum og bjargaði þannig skipi sínu. Tryggingarfélag skipsins heiðraði hann síðar fyrir snarræðið. Royndin Fríða, sem lá fyrir öðru akkerinu þegar hvessti kastaði þegar hinu og voru báðar keðjurnar gefnar út til enda. Um kl. 08.00 gekk veðrið meira i vestur með jafnari vindi, sem fór síðan vaxandi og um hádegið sameinuðust himinn og haf með hætti sem enginn hafði kynnst áður. Skipið tók að reka fyrir akker- unum og ekkert fékkst að gert. Fokkan var uppi tvírifuð og mesansegliö þrírifað en ekki tókst aö beita þeim. Um kl. 17.00 kenndi Royndin Fríða grunns á Vestdalseyri og lagð- ist á hliðina, nokkuð frá landi. Skipstjóri á Royndini Fríðu var Dánjal Jespersen úr Hovi — kallaður Hofs-Dánjal. Þrátt fyrir verulegt brim bað hann áhöfnina að fara í bátinn. Þegar þeir voru komnir í bátinn, 13 talsins, og hugðust skjóta hon- um frá skipinu, fengu þeir brot á sig, sem hvolfdi bátnum. Hofs- Dánjal og Erik Lávus Johanne- sen frá Gjógv drukknuðu en hina bar upp á eyrina lifandi. Fearless rak einnig upp á Vest- dalseyri og bar þar beinin. Skipverjar á Energy hjuggu möstrin og tókst þannig að bjarga skipinu. Skipstjóri á En- ergy var Maran Luid. Úr Siglingasögu Foroya, Páll Nolsoe.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.