Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Side 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Side 38
Steinunn Eyjólfsdóttir tók saman 38 VÍKINGUR GUFSI FÓR A FYLLERI Vísan er eitt af því fáa sem virðist vera sígild dægradvöl hérlendis. Flestir hafa gaman af skemmtilegri vísu. Oft verða þær vísurnar vinsælastar sem segja frá daglegum störfum fólks og þönkum þess, eins og sagt var hér áður, og því sem efst er á baugi hverju sinni. Þessi landhelgisvísa er t.d. bráðskemmtileg — hún er eftir Guðmund Kristjánsson á Akra- nesi: Ólögmætum aflafeng engar dæmast bætur. Varöskip klippir vörpustreng. Veiðiþjófur grætur. Sjálfsagt glíma margir við sömu spurningu og Ólafur í Forsæludal gerir í þessari vísu: Mörgum við þá reikningsraun reynist örðugt stritið: Hvort skal eiga hærri laun hjartað eða vitið? Næsta vísa er einnig að norðan, hún er eftir Ósk Skarp- héðinsdóttur: Ástarþrána Guð mér gaf — gleði lífs í önnum. Hef þó lítið yndi af annarra kvenna mönnum. Það var nú það. Margrét í Dalsmynni svarar þegar hún er spurð hvernig eiginmanns hún óski sér: Hann á að sjá um heimarann- inn, hugsa vel um búskapinn. Ég vil hafa eiginmanninn eins og Guðmund bónda minn. Ég veit ekki hver er höfundur næstu vísu, sjálfsagt er hann löngu látinn. Ef einhver les- enda veit nafn hans væri gam- an að fá upplýsingar. Vísan er frá ísafirði: Talaðu ætíð, maður, mest móti vitund þinni — það er einmitt það sem best þykir í veröldinni. Og hér er gömul vísa úr „póli- tíkinni" á ísafirði á fyrri hluta aldarinnar: Gufsi fór á fyllirí, fékk ei dropa af vínum hreinum. Sig hann hellti ofan í ódyggðunum blöndnum mein- um. Oft er talað um að ungu skáldin yrki eintómt bull. Ég held að skáldum hafi alltaf þótt gaman að bregða slíku fyrir sig. Þaö sannar næsta vísa, en höf- undur hennar er óþekktur: Minn er hestur grænn og grár, gulur, Ijós og skjóttur, rauður, jarpur, brúnn og blár, bleikur, litföróttur. Magnús Jóh. húsvörður í Melaskólanum í Reykjavík er

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.