Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Side 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Side 8
Þröstur Haraldsson blaðamaður Myndir: Golli og myndasafn Dags. 8 VÍKINGUR Tal um vinnuþrælkun er aftan úr fortíðinni Undanfarin misseri hefur varla mátt opna blað eða kveikja á út- varpi án þess að heyra getið um eitthvert fram- tak norðlenska spútnik- fyrirtækisins Samherja hf. Þeir hafa verið að selja en þó aðallega að kaupa skip og hluti í fyrirtækjum. Fyrir þessu athyglisverða fyrirtæki fara ungir menn frá Ak- ureyri sem byrjuðu með eitt skip fyrir tæpum átta árum en veltu um tveim- ur milljörðum króna á ár- inu sem leið. Viðtal við Þorstein Má Baldvinsson framkvæmda- stjóra Samherja hf., uppgangs- fyrirtækis á Akureyri Nú í ársbyrjun kom ísfisktog- arinn Víðir í fyrsta sinn til heimahafnar á Akureyri eftir að Samherji keypti hann. Þar með eru þeir orðnir fjórir togararnir sem fyrirtækið á að öllu leyti, hinir þrír eru frystitogararnir Ak- ureyrin, Hjalteyrin og Margrét. Auk þess gerir Samherji út frystitogarann Oddeyrina sem þeir eiga fjórðung í á móti öðr- um. Þeir hafa gert meðeigend- unum tilboð um að kaupa þá út. Um skeið áttu þeir stóran hlut í frystihúsinu Hvaleyri í Hafnar- firði en sá hlutur hefur nú verið seldur og í staðinn keyptir tveir þriðju hlutar hlutafjár í Söltun- arfélagi Dalvíkur sem rekur rækjuvinnslu. Loks ber að geta þess að Samherji stendur í við- ræðum um kaup á 15% hlut í niðurlagningarverksmiðjunni K. Jónssyni & Co. á Akureyri. Samherji er hættur að stækka Eigendur Samherja eru bræðurnir Þorsteinn og Kristj- án Vilhelmssynir, Þorsteinn Már Baldvinsson og Gjögur hf. á Grenivík. Þorsteinn Vilhelms- son er skipstjóri á Akureyrinni en þeir Kristján og Þorsteinn Már sjá um reksturinn í landi. Það var sá síöastnefndi sem blaðamaöur Víkingsins heim- sótti á dögunum í höfuðstöðvar Samherja viö Glerárgötu á Ak- ureyri. Þær láta raunar ekki mikið yfir sér enda er yfirbygg-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.