Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Síða 24
Smásaéa
Friðrik
Indriðason
blaðamaður
Birgir
Andrésson
teiknaði
24 VÍKINGUR
Mér er meinilla við að vera
ónáðaður á iaugardags-
morgnum, enda tel ég
þá einhverjar bestu
stundir vikunnar. Vinnu-
vikan að baki og tveggja
daga frí framundan.
Þessum stundum er því best varið í rúminu, í
þægilegu móki milli svefns og vöku að velta fyrir
sérþeirri tilfinningu að vera sjálfs sín herra næstu
tvo sólarhringana. En Óli vinur minn skilur ekki
þetta hugarfar daglaunamanns, enda hefur hann
aldrei mér vitanlega kynnst níu til fimm dæminu.
Hann hefur ætíð lifað mjög erilsömu lífi við alls-
konar brask og bríarí, ýmist syndir hann í seðlum
eða á ekki fyrirnæstu máltíð. Og hann skammast
sín ekkert fyrir að hringja í mann um dagmál á
laugardegi, óðamála og allur á innsoginu að
venju.
Um leið og ég svara í símann dembist rödd Óla
Inn í hlustina án frekari formála:
„Heyrðu gamli, þú varst einhvern tíma í sveit,
var það ekki?" spyr hann og er nokkuð niðri fyrir.
„Jú, það passar, ég var einu sinni í sveit. “
„Æði, þá hlýturðu að hafa vit á hestum, “ segir
Óli.
„Haaa?“
„Já, sko málið er það að ég er búinn að eignast
hest og þarf að athuga hvort eitthvert vit er í
honum. Mér skildist á eigandanum að þessi hest-
ur væri með eitthvert númer, B-eitthvað, ég náði
þvi ekki alveg, og því töluvert vit í þessum kaup-
um, ef kaup skyldi kalla...“
„Bíddu aðeins hægur." Mér tekst að stöðva
orðaflauminn úr Óla um stund.
„Bíddu aðeins við. Ertu að segja mérað þú hafir
eignast hest með ættbókarnúmeri?" spyr ég
svoldið gáttaður.
„Einmitt," hrópar Óli. „Það var það sem karlinn
sagði: ættbókarnúmer. Erþað ekki eitthvað alveg
ægilega smart?"
„Jú, það má víst orða það þannig en hvernig í
djöflinum tókst þér að eignast svona hest? Þeir
kosta víst skildinginn, “ segi ég.
„Sko, það er löng og flókin saga en málið er að
þessi hestur er núna í girðingu uppi í Mosfells-
sveit og ég ætlaði að athuga hvort þú værir ekki til
í að koma með mér nú á eftir og kíkja á gripinn.
Sko, ég ætlaði að biðja þig að líta á hestinn og
segja til um hvort þetta væri ekki ekta græja og
svo framvegis og..."
„Ókei, ókei, ég skalkom með þérþarna uppeft-
ir og líta á þetta, “ svara ég.
„Æði, ég næ íþig eftir hálftíma, sjáumst, “ segir
hann og skellir á.
Ég kem mér á lappir og í fötin. Fer fram í eldhús
og hita mér te. Það er komið fram að lokum apríl-
mánaðar og út um eldhúsgluggann minn á Njáls-
götunni sé ég að birkihríslurnar í bakgarðinum
eru farnarað laufgast. Það erþungskýjað en þurrt
og milt og varla hreyfir vind. Þegar ég hef lokið
tedrykkjunni flautar Óli fyrir utan. Honum hefur
gengið sæmilega þennan veturí braskinu og ekur
nú um á 2ja ára gömlum BMW. Óli er fremur
hávaxinn og grannholda, Ijóst hárið farið að þynn-
ast og myndarleg kollvik ganga aftur af háu enni
hans. Hið eftirtektarverðasta við andlit hans eru
glettin augun sem gefa stöðugt í skyn að lífið og
tilveran séu í hæsta máta skopleg að hans mati.
Hendur hans eru smáar og fínlegar og hann
sveiflar þeim stöðugt, orðum sínum til áherslu. Á
leiðinni upp í Mosfellssveit segir hann mér
hvernig hann varð hesteigandi.
„Sko, manstu eftir að Mása meik og hans klíku
tókst að pranga inn á okkur strákana þessum
tveimur Blazerjeppum um daginn og við létum þá