Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Page 26
B-EITTHVAÐ Smásaáa
26 VÍKINGUR
fá þessa vafasömu víxla frá Siglufirði sem við
héldum að við gætum ekki komið í verð, “ byrjar
Óli á fullu gasi.
Ég læt þess getið að ég hafi aldrei heyrt á Mása
meik minnst áður en man að strákarnir eru þrír
kunningjar Óla sem stunda með honum viðskipt-
in.
„Skiptir engu máli, “ heldur Óli áfram. „Megi
hann stikna íhelvíti ódámurinn. Allavega gengum
við inn i þessi kaup því við vissum að við gátum
losað okkur við jeppana fyrir fimm hundruð fisk-
kassa suður í Kópavogi. Vandamálið var að
koma þessum fiskkössum í verð en Gummi
granni vissi um náunga í Álfheimum sem átti bíl-
skúr fullan af sælgæti og kannski væri hægt að
skipta við hann á fisskössunum og gottinu. Þú
veist, gotti er alltaf hægt að koma í verð...“
Handapatið á Óla er orðið svo mikið þegar hér
er komið sögu að ég verð að grípa í stýrið til að
halda kerrunni á veginum. Hann lætur sem hann
taki ekki eftir því og heldur áfram nær án þess að
anda...
„Þegar við töluðum við þennan gaur varhann jú
tilbúinn að láta okkur fá gottið fyrir kassana en
bara ef við gætum losað hann við vörubílsfarm af
gúmmískóm á leið norður til Akureyrar til dreifing-
ar í kaupfélögin...
Ég gríp aftur í stýrið og spyr:
„Bíddu aðeins, var sem sagt vörubíllinn á leið
norður þá þegar?"
„Já, þetta varþað sem við köllum í bransanum
farmur á ferð en einhver heildsalablók fyrir norð-
an, sem var viðtakandi, hafði sagt að hann gæti
ekki borgað. Nú, við ræddum þetta mál aðeins
okkar í millum og Gummi granni mundi allt í einu
eftir að Mási meik á bróður fyrir norðan, einhvern
stórgrósser, og eftir að hafa hringt í hann ákváð-
um við að taka þennan farm að okkur. Bróðir
Mása borgaði farminn að hluta til í seðlum og að
hluta til með þessum hesti. Við fengum kaup-
samninginn á faxi hingað suður..."
„Og nú varst þú allt í einu orðinn hesteigandi
gríp ég hér inn /'.
„Ekkialveg. Hesturinn varmetinn á hálfa millu í
þessum díl og minn hlutur í þessu kraðaki var um
helmingur þeirrar upphæðar. Mér fannst alveg
ómögulegt að eiga bara hálfan hest svo ég lét
Gumma granna fá víxil fyrir afganginum og átti þá
hestinn á hreinu. “
Hér gefur Óli sér tíma til að draga aðeins and-
ann, greinilega nokkuð ánægður með sjálfan sig.
Við erum komnir upp í Mosfellssveit, enda ekur
ÓH nær hraðar en hann talar og brátt komum við
að girðingu þar sem graðfoli stendur á beit. Við
förum úr bílnum og göngum að girðingunni.
Folinn ígirðingunni lítur upp og röltir svo rólega
í átt til okkar. Þetta er einhver fallegasta skepna
sem ég hefséðá lífsleiðinni. Hanner dökkur með
hvíta stjörnu í enninu, mikill um bringuna með
skásetta bóga og reistur vel. Er hann kemur nær
sér maður kvik eyru og að undir miklum brúnum
eru hvöss augu. Hann kemur alveg að okkur og
hnusar aðeins utan í Óla.
„Jeminn, “ segir Óli uppveðraður. „ Ég held að
hann sé bara hrifinn af mér. “
En þegar Ijóst er að við erum hvorki með sykur-
mola né brauðsneið handa honum missir folinn
fljótlega áhuga á okkur og röltir á brott.
„Ertu viss um að þið hafið fengið þennan grip á
aðeins hálfa milljón?" spyr ég hissa.
„Jamm, “ segir Óli. „Er sem sagt vit í þessu?"
„Tja, ég hugsa að þetta sé mun verðmætari
hestur en svo, “ segi ég.
í þessum töluðum orðum rennir nýr Benz upp
að okkur við girðinguna og vörpulegur náungi á
miðjum aldri stígur úr honum. Hann kynnir sig og
reynist hérkominn sjálfur stórgrósserinn að norð-
an, bróðir Mása meik og fyrrum eigandi folans.
Þegar hann uppgötvar hver Óli er segir hann:
„Ég var einmitt að vonast til að hitta á þig hér.
Ég ætlaði að athuga hvort þú vildir ekki selja mér
folann aftur. “ Um leið og hann segir þetta dregur
hann þykkt seðlabúnt upp úr vasanum og heldur
áfram:
„Ég myndi borga sama verð, hálfa milljón var
það ekki?“
Óli horfir íhugull á seðlabúntið og segir svo:
„ Veistu það vinur, ég hef mikið verið að velta
því fyrir mér að fá mér eitthvert hobbý. Nú þegar
ég hef eignast hest gæti ég vel hugsað mér að
taka upp hestamennsku. Það er einhver stíll yfir
því að vera hestamaður. “
Stórgrósserinn bætir fimmtíu þúsund krónum
við tilboð sitt. Óli hugsar sig aðeins um og segir:
„Þvi meir sem ég pæli í þessari hugmynd minni
því betur líst mér á hana. Ég meina, það er talið
ægilega smart í vissum klíkum í bænum að vera
hesteigandi. Þetta gefur manni ákveðinn status í
lífinu. “
Stórgrósserínn bætir enn fimmtíu þúsund krón-
um við tilboð sitt. Óli réttir snimmhendis fram
höndina og hrópar:
„Samþykkt. “
Á leiðinni til borgarinnar aftur er Óli þungt hugsi
framan af. Allt í einu dæsir hann þungt og segir:
„Veistu það gamli, ég er alveg með eitt á tæru.
Ég hefði auðveldlega getað fengið fimmtíukall í
viðbót hjá þessum gaur. “