Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Page 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Page 32
FRIVAKTIN Elli á Sveinseyri (í Dýrafirði) lenti í úrtaki Búnaðarfélags íslands fyrir mörgum árum, þegar þeir þændur sem í úrtakinu lentu skyldu halda skýrslu um hvert verk á búinu, í ákveðinn tíma, til þess aö finna sann- gjarna viðmiðun á laun bænda. Elli færði skýrsluna samviskusamlega og sendi Bún- aðarfélaginu í fyllingu tímans, en nældi við hana lítið blað sem á stóð: Blasa hér við bóndans gerðir, basli með, og hverri sýslu. En á að setja uppáferðir inn á þessa vinnuskýrslu? 32 VÍKINGUR Sagan segir að nokkrir mætir íslendingar hafi ferðast með lest í Englandi og ort vísur sér til dægradvalar meðan á ferðinni stóð. Þeinn sem telja sig til þekkja ber ekki saman um hverjir mennirnir voru, né hvort fleiri vísur úr ferðinni en sú sem fer hér á eftir hafa varðveist. Við látum hana því fara ófeðraða: Lestin brunar beina leið með ballardólga hundlúna. Þegar endar þetta skeið þá komum við til Lundúna. Þar fæst matur, mjöður, reið, mellan kostar pund núna. >nig fór; bændur máttu borga. v II (jónasson) á Husavik. yiörg er bóndans mæða þung ssriíssa*— ^Jo er hann látlnn borga. Hákon Aðalsteinsson, hús- vörður, tollvörður, snjóbílaeig- andi, rútubílstjóri, skáld og lífs- listamaður, á það til að fá hug- dettu þegar hann hefur engan tima til að vinna hana frekar Þannig var það á haustkvöldi á liðnu ári að góðri setningu sló mður í huga hans og hann skráði hana hjá sér til að nota síðar. Setningin var svona: Geng ég út í kvöJdsins kul. Þegar að því kom að hann settist niður í næði til að yrkja framhaldið, varð ákveðinn kúa- bóndi svo áleitinn á huga hans að ekki varð undan vikist að helga honum Ijóðið, sem varð svona: Geng ég út í kvöldsins kul, kannske var það skyssa. Nístingsköld er nóttin dul, nú er vont að pissa. Nöturlegt að norpa hér, nú er ekki gaman. Aðalsmerkið undir mér orðið blátt að framan. Illum hrolli að mér siær, á mig fýkur snjórinn. Mildi drottinn mér var nær að míga bara í flórinn.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.