Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Side 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Side 39
Skipuleggjendur hafnarinnar hafa þrátt fyrir alla nýsköpun síöur en svo gleymt sögu hafnar og borgar. í Innri höfninni liggur þrímastraöa freigát- an „Constellation" viö bryggju, elsta herskip Bandríkjamanna sem er á floti. í Innri höfninni er líka til sýnis kafbáturinn „Torsk“ úr stríðinu 1939- 1945 og þar er vitaskipið „ Chesapeake" sem nú hefir lokið sínu upphaflaga hlutverki. Innri höfnin státar líka af garöi og göngubrúm og farþegaferjur og lystibátar setja sérstakan svip á þennan hluta hafnarinnar. Á góöum degi - og þeir eru margir á þessu svæöi - eru allskyns listviðburðir og uppákomur tíöar. Yfir öllu þessu gnæfa nýjar byggingar, skýja- kljúfar úr gleri og stáli, skemmtileg blanda nýja og gamla tímans. Fallegt útsýni er víða, ekki sýst af þaki 24 hæöa byggingarinnar World Trade Center, sem stend- ur fyrir miöri Innri höfninni. Á þessu svæöi eiga margar þjóðir sína fulltrúa og matstaöir við höfn- ina bjóða rétti frá fjölmörgum löndum. Mat- og veitingastaöir eru eins ólíkir og þeir eru margir og á þaö við jafnt um réttina og verðið. Allt frá þýsk- um „Bratwurst" til bestu amerískra steika, að ógleymdum kröbbum og ýmisskonar skelfiski. Blákrabbi (Gallinectes sapidus) er þar efstur á blaði og hann er á sumum stöðum borinn fram á fornan máta þar sem borðin eru þakin gömlum dagblöðum í stað borðdúka og gestir sýna tilþrif er þeir brjóta krabbann sér til matar með tréhamri. Það skemmtilega við Innri höfnina er að hún er sótt jafnt af borgarbúum og ferðamönnum víðs- vegar úr heiminum. Hér hefir tekist að breyta gömlum byggingum, sem áður hýstu margskyns vörur og starfsemi, til annarra nota og ekki síður arðbærra, nefnilega í þágu túrismans, sem um þessar mundir er sá atvinnuvegur sem örast vex og gefur mest af sér miðað við fjárfestingu. Fjórmöstruð seglskip svífa ekki lengur seglum þöndum út og inn höfnina í Baltimore en þar er nú SKOÐUN OG VIÐGERÐIR / / / GUMMIBATA. vjjjárntækni hf. EINNIG SKOÐUN OG VIÐGERÐ BJARGBÚNINGA. Fjölnisgata 1A, Akureyri Sími: 96-26610 / 26620 Fax: 26804 • Öll járn- og rennismíði. Gúmmíbátaþjónustan Eyjaslóö 9 • Örfyrisey • sími 91-14010 • fax 91-624010. • Fræsivinna. • Vélsmíði. • Þjónusta við útgerðina. • Smíðum úr rústfríu stáli og áli. • Efnissala — gerum tilboð. • Splittvindur. • Smíðum álfrystipönnur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.