Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Qupperneq 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Qupperneq 54
TIL AD GAGNRYNA 54 VÍKINGUR einingabréf upp á svo og svo mörg þorskígildi og leigi þau á almennum markaöi. Þaö er verslað meö kvóta sem eignir án þess aö þessar eignir séu eign þjóðarinnar. Þetta segir einfaldlega að sjávarútvegs- ráðherrann er á móti þjóöar- eign á fiski í sjónum. Annað atriði Jakob Jakobsson hefur lýst því yfir að það kosti okkur hundrað þúsund tonn af þorski að veiða smáfisk á sumrin í stað þess að taka vertíðarfisk. Sjávarútvegsráðuneytið stóð í því að koma í veg fyrir veiðar gömlu síldarskipanna á botn- fiski, vegna þess að þau voru útbúin til loðnuveiða. Þetta leiddi til offjárfestinga í togurum og aukinnar sóknar í loðnu, kannske of mikillar, því það er ekki hægt að taka bæði þorsk- inn og fæðuna hans og ætlast til að afli verði stöðugur. Þriðja atriði Veiðum, vinnslu og sölu er ekki komið þannig fyrir að það komi best út fyrir þjóðina. Þetta kemur fram í því að fiskverð er mismunandi eftir kvótaeign, vinnsla er látin borga sig með lágu fiskverði sumsstaðar, en annarsstaðar er hún gerð ómöguleg með fölsuðu fram- boði á fiski á fiskmarkaði. Þetta kemur fram í því að skip nýtast ekki og eru bundin langtímum saman og flotinn er of stór. Þetta kemur fram í því að með skattfé er sumum póli- tískum skjólstæðingum haldið gangandi meðan aðrir eru boðnir upp og ráðist á þá af kvótalöggunni. Það er tilhneig- ing til þess að beygja útgerð og vinnslu að því að geta borgað misheppnaðar pólitískar fjár- festingar með of lágu fiskverði og vinnslu í ódýrar pakkningar í miklu magni. Fjórða atriði Hér áður fyrr gátu sjómenn farið í land og gerst útgerðar- menn, reddarar og svo fram- vegis, en nú er þetta útilokað, nú þarf eignarkvóta til þess að fá að taka þátt í sjávarútvegi. Skipstjóri hafði keypt sér sex tonna bát til að róa og sjá fyrir sér í ellinni, en svo kom reglu- gerð, hann varð að hætta skip- stjórn til þess að klára bátinn fyrir 15. ágúst og síðan á hann að ávinna sér kvótarétt á þrem árum. Og aðrir sem ekki kom- ast einu sinni í það, þeir eru útilokaðir um alla framtíö. Það gilda því ekki sömu regl- ur fyrir alla menn í þessu lengur og sjávarútvegsráðherrann er á móti. Það sem hægt er að gera í staðinn Það eru þrjú aðalatriði í fram- kvæmd sem verða að gilda ef við ætlum að virða fjórar fyrstu forsendurnar sem taldar eru upp fremst: 1. Að selja veiðileyfi. 2. Selja allan afla á uppboös- markaði innanlands. 3. Hafa verð á gjaldeyri hærra til að mæta auknum kostnaði útgerðar og vinnslu vegna veiðileyfakaupa. Rökstuðningur Ef veiðileyfi eru seld, þá er verið að selja eign þjóðarinnar. Þeir sem kaupa þau eru þeir sem geta nýtt þau til að sjá fyrir sér, en ekki kvótaeigendur á bar á Spáni. Það þýðir ekki að selja veiðileyfi upp á tonn af hinum og þessum tegundum, það verður að selja veiðileyfi fyrir veiðarfæri, veiðislóð og tíma. Þá nýtist dugnaður og harka við veiðar eins og áður. Þá verður sá sem kaupir leyfið að nýta það. Hann kemur með allt í land sem hann veiðir, og til þess að hægt sé að losna við það allt, þá verður að vera til fiskmarkaður og sérhæfðir að- ilar sem kaupa ýmsar tegundir. Til þess að tryggja útgerð án þess að þurfa að leita um of í bankann, verður að hafa það þannig að útgerð sem græðir geti sett í aflakaupasjóð án þess að greiða skatt og borgi ekki skatt nema úr þeim sjóði sé tekið sem hagnaður umfram einhver viðmiðunarmörk. Þetta þarf að gera til þess að menn geti stoppað þegar fisk- verð er lágt, það er ekkert að því að geyma fiskinn í sjónum, en geta svo farið af stað þegar hentara er. Þá þarf að koma því svo fyrir að sjómenn geti lagt inn hlutinn sinn án skatttöku og notað þegar þeir eru ekki að, en borgi þá skatt þegar þeir taka út. Vextina eiga þeir svo sjálfir ef einhverjir eru. Þetta verður að vera svo til þess aðjafnatekjur, þaðerviss hvatning í þessu til sparnaðar og þá getu til þess að bíöa hag- kvæmari tíma til veiða ef því er að skipta. Það bætir úr fyrir alla, minni útgerðarkostnaður og svo framvegis. Markaöur Þjóðin á fiskinn, hún verður því að fá tækifæri til að gera sér eitthvað úr honum. Til þess þarf aö selja allt á markaði og skilja þannig milli veiða og vinnslu. Sko, það er ósköp þægilegt að eiga hlutabréf sem bera arð í stóru fyrirtæki sem á mikinn kvóta og ber sig við að vinna í óhagkvæmar pakkningar en borgar lágt fiskverð, með bón- us til að koma í veg fyrir verk- föll. En það er vond nýting fyrir þjóðina, fiskur verður að fá rétt verð. Þeir sem geta nýtt hráefn- ið gera það, þeir sem þurfa sér- verð til að láta dæmið ganga upp, eiga ekki rétt á sér.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.