Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Qupperneq 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Qupperneq 58
MIKILVÆGAR MARKAÐSFRÉTTIR i 58 VÍKINGUR ÞORSKVEIÐAR á íslandsmiðum hafa dregist sam- an á síðustu tveim-þrem árum. Það hefur þó ekki sakað mikið þvi verð á helstu mörkuðum hefur verið hátt. Á markaði fyrir frystan þorsk í Bandaríkjunum hafa orðið svo miklar hækkanir að menn eru fyrir löngu farnir að óttast afturkipp í sölu. Hann lætur þó á sér standa og eru taldar minni líkur á verðhruni en oft áður því hið háa verð stafar af litlu framboði, bæði frá íslandi og öðrum þjóðum. Verðið á blokkinni, sem löngum hefur verið um eða rétt neðan við tvo dollara fyrir pundið, hefur á skömmum tíma rokið upp í yfir 2,40 dollara og flökin fara á yfir 3 dollara pundið. Gjaldmiðill Bandaríkjanna hefur verið á nokkuð hraðri niðurleið gagnvart evrópskum myntum að undanförnu en það hefur ekki sakað. Evrópskir gjaldmiðlar hafa nú orðið miklu meiri þýðingu fyrir íslenskan sjávarútveg en dollarinn vegna þess að útflutningur til Evrópu hefur aukist hröðum skrefum og er orðinn töluvert meiri en til Bandaríkjanna. Það hefur því veruleg áhrif til góðs þegar breska sterlingspundið tekur upp á því að rjúka upp á við eins og það gerði á síðasta ári. Við borð lá að fiskverð á breskum mörkuðum fylgdi pundinu eftir á fluginu því meðalverðið sem fékkst fyrir íslenskan fisk í breskum höfnum á síöasta ári var 2731% hærra í sterlingspundum en árið 1989. í íslenskum krónum var hækkunin þó enn meiri, eöa 40-47%. Hækkanir á karfa og ufsa í þýskum höfnum voru ívið minni, 17% og 8% í mörkum talið en 38% og 22% í íslenskum krónum. Kannski stafar þetta góða verð af minna framboði á íslenskum fiski, um það skal ekkert fullyrt, en stað- reyndin er sú að útflutningur á ísuðum þorski, ýsu, karfa og ufsa dróst saman um 8% á síðasta ári. Svo virðist þó sem hið háa verð vegi samdráttinn upp og gott betur. Því enn er verulegur hluti heildaraflans á þessum tegundum fluttur út ísaður: 12% af þorskin- um, 35% af ýsunni, 13% af ufsanum og 27% af karfanum. Loðnan ætlar að halda áfram ólíkindalátum sín- um. Þegar þetta er skrifað biða menn spenntir eftir því hvort leyft verður að veiða eitthvað sem heitið getur af loðnu áður en göngurnar verða komnar vestur fyrir Reykjanes. Ef það verður ekki blasir fátt annað en dauðinn og djöfullinn við þeim mörgu sem reitt hafa sig á loðnuveiðar. ÞORSKUR Alls var landað á árinu 1990 31.000 tonn- um af ísuðum þorski úr skipum og gámum í breskum höfnum, en það er 15% minna en árið áður. Meðal- verð ársins var hins vegar 1,31 pund sem er 31% hærra en árið áður. í íslenskum krónum er munurinn enn meiri, eða 47%. Meðalverðið var 136 krónur. Nú í janúar er verðið yfir meðalverði síðasta árs þótt það sé ekki jafnhátt og það varð hæst á sl. hausti, enda heldur meira framboð, 2.056 tonn. Fyrir kílóið af þorski fengust í janúar að meðaltali 1,43 pund í breskum höfnum en það samsvarar 152,04 krónum. Á íslensku mörkuðunum þremur var í fyrra landað 29.793 tonnum af þorski og fengust að meðaltali 79,30 kr. fyrir kílóið. í janúar var landað 2.303 tonn- um á mörkuðunum þremur á suðvesturhorninu og var meðalverðið mjög gott, 103,70 kr. fyrir kilóið. ÝSA í fyrra var landað tæpum 18.000 tonnum af ýsu í Bretlandi sem er 6% minna en árið áður. Meðal- verðið sem fékkst fyrir ýsukílóið var hins vegar 1,37 pund, 142 krónur, sem er 27% hærra í pundum talið en árið á undan en 40% hærra í krónum talið. Og verðið heldur áfram að hækka því í janúar var landað 560 tonnum af ýsu í Bretlandi og fengust fyrir þau 1,82 sterlingspund eða 194 krónur að meðaltali. Hef- ur ýsuverðið ekki áður orðið hærra í breskum höfn- um. Allt árið í fyrra var landað 10.575 tonnum af ýsu á íslensku mörkuðunum þremur og var meðalverðið á kíló 88 krónur. Nú í janúar var landað 517 tonnum af ýsu og fengust fyrir kílóið 102,86 krónur að meðaltali. KARFI Þótt sviptingasamt hafi verið í þýskum stjórn- málum á síðasta ári náðu þær sviptingar ekki til fiskmarkaðanna svo nokkru nemi. Þó hélt verðið á karfanum áfram að styrkjast og var yfir árið 2,88 mörk að meðaltali fyrir kílóið sem er 17% hærra en árið áður. í íslenskum krónum var verðið 104 kr. sem telst vera 38% hærra en árið 1989. Magnið sem íslensk skip lönduðu af karfa í þýskum höfnum var 6% minna en árið 1989, losaði 26.000 tonn. [ janúar hefur verðið á karfanum verið afbragðsgott þótt framboðið hafi verið í meðallagi. Alls var landað 2.003 tonnum og fengust að meðaltali 3,26 mörk fyrir kílóið sem gerir 119,19 krónur. Á íslensku mörk- uðunum þremur var landað 7.951 tonni af karfa i fyrra og var meðalverðið fyrir kilóið 36,40 krónur. Litlu var landað af karfa á mörkuðunum nú í janúar, aðeins 260 tonnum en verðið var í hærri kantinum, 46,95 krónur fyrir kílóið að meðaltali. UFSI í fyrra var landað 10.182 tonnum af ufsa í þýskum höfnum sem var 7% meira en árið áður. Enda hækkaöi verðið á ufsanum minnst af þessum fjórum helstu tegundum sem íslensk skip landa í evrópskum höfnum. Að meðaltali fengust 2,38 mörk fyrir kílóið sem er 8% hærra en árið 1989.1 íslenskum krónum talið var meðalverðið 85 krónur sem gerir 22% hækkun milli ára. í janúarmánuði var svo lítið um landanir á ufsa úr íslenskum skipum í Þýskalandi að það getur varla talist marktækt. Einungis 64,3 tonnum var landað enda meðalverðið afarhátt, 3,64 mörk eða 133,07 krónur. Á íslensku mörkuðunum var landað 10.723 tonnum af ufsa í fyrra og fengust að meðaltali 41,30 kr. fyrir kílóið. (janúarmánuði var litlu landað af ufsa, einungis 156,5 tonnum og með- alverðið var lika í hærra lagi, 48,38 kr. fyrir kílóið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.