Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Blaðsíða 5
F rjálst fiskverð er orðið staðreynd; við þá
framtíð verða menn aö búa hvort sem þeim
iíkar betur eða verr.
Fleiri fiskmarkaðir munu verða stofnaðir á
landinu og að lokum munu þeir tengjast inn-
byrðis með tölvukerfum, sem verðurþá í reynd
fiskmarkaður íslands. Samgöngur batna og
eðlileg fiskmiðlun mun geta áttsérstað. Þegar
fiskur verðuralmennt farinn að taka verðmynd-
un á fiskmörkuðum og menn sjá sér ekki hag í
öðru en að haga fiskveiðum með tilliti til þess
að sem best verð fáist fyrir fiskinn hverju sinni,
þá mun fiskverðskerfið auðvelda okkur fisk-
veiðistjórnun og stuðla að aukinni hagkvæmni
og betri nýtingu fiskstofnanna. Framtíðin hlýtur
að þróast þannig að skip sem landa ferskum
fiski og heilfrystum afla, munu þurfa að flokka
fiskinn eftir stærð um borð í veiðiskipunum.
Þessi þróun mun verða af sjálfu sér vegna
þess að þá verður mögulegt að selja fiskinn um
borð í skipunum áður en honum er landað.
Stærðarflokkun er auðvelt að leysa með
flokkara um borð og er einungis tæknilegt atr-
iði. Þessi þróun mun taka nokkurárog ermis-
munandi nauðsynleg vegna þess að sum veið-
arfæri velja fiskstærð, t.d. þorskanet. Dag-
merkingar munu segja til um aldur fisksins og
veiðiskýrsla um veiðisvæði. Samgöngur á
landi (vegakerfið) eru í dag sá þröskuldur sem
tefja mun þessa þróun og á þann þátt mála
verður að leggja aukna áherslu í framtíðinni.
Öll önnur mótrök en lélegt vegakerfi eru létt-
væg þegar litið er til framtíðar í þessum efnum.
Haftastefna í þessum málum ersem betur ferá
undanhaldi og sama frjálsræðishugsun verður
að fá að taka við í sölumálum á fiski frá íslandi
til annarra landa. Sölusamtök eiga eingöngu
að myndast vegna hagkvæmni seljenda sjálfra
en ekki vegna lögverndar, hvorki ísjávarútvegi
né landbúnaði.
F
har hvalveiðibann brot á stjórnarskrá Is-
lands?
Þessa dagana stenduryfirí Reykjavík fundur
Alþjóða hvalveiðiráðsins. Búið erað sýna fram
á með rökum að hrefnustofninn og sumir stór-
hvalastofnar þola vel veiði án þess að nokkur
minnsta hætta sé á ofveiði. íslendingar eru
algjörlega háóir fiskveiðum með sína efna-
hagslegu afkomu og fiskveiðiheimildir okkar
hafa minnkað jafnt og þétt s.l. ár.
Þær þjóðir heims, t.d. í Vestur-Evrópu, sem
mengað hafa hafsvæðin við strendur sínar svo
mjög að sjávarspendýrum og fiskum er þar
ekki lengur líft án sýkingar og síðar dauða, geta
ekki með neinni sanngirni ætlast til þess að
Islendingar taki að sérþað hlutverk að minnka
sífellt fiskveiðar sínar svo íslandsmið geti tekið
við því hlutverki að vera uppeldis- og verndar-
svæði fyrir ört vaxandi fjölda sjávarspendýra,
sem hingað leita í ómengað umhverfi ár hvert.
Við getum ekki, viljum ekki og höfum ekki leyfi
til að taka að okkur það hlutverk að verða
fæðu- og fósturverndarstöð fyrir útsýnissjávar-
spendýr veraldarinnar. Okkur ber að viðhalda
jafnvægi í lífríki sjávar með því, meðal annars,
aó taka nú þegar upp veiðar á hvalastofnum
hér við land. Þjóðum heims væri nær að snúa
sér að sínu eigin mengaða umhverfi og gera
það aftur að líffræðilega góðu hafsvæði. Þar
geta Vestur-Evrópubúar alið sín útsýnissjávar-
spendýr fyrir framtíðina ef þeim sýnist svo.
Við íslendingar getum heilshugar stutt alla í
baráttu gegn mengun og erum samstiga
Greenpeace-samtökunum að því leyti. Nátt-
úruverndarsamtök veraldar verða hinsvegar
að átta sig á því að stjórnarskrá íslands leyfir
ekki að leggja hömlur á atvinnufrelsi manna,
nema því aðeins að það þjóni almannaheill
lands og þjóðar. Stöðvun hvalveiða við ísland
gengur þvert á almannaheill íslendinga, sem
byggist á að viðhalda jafnvægi í lífriki sjávar.
Náttúruverndarsamtökum verður að skiljast að
íslendingar eru þolendur þess að aðrar þjóðir
hafa mengað sín hafsvæði og að kröfurmeng-
unarríkjanna um útsýnissjávardýragarð á ís-
landsmiðum er áróður til þess að beina athygli
eigin þjóðfélagsþegna frá ruslahaugastefnu
þeirri sem iðnríkin hafa rekið á hafsvæðum
heimsins undanfarna áratugi.
Ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til
hamingju með sjómannadaginn.
Guðjón A.
Kristjánsson
forseti FFSÍ
VÍKINGUR 5