Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Page 9
Ein af fyrstu bernsku-
minningum mínum er frá
því er ég fylgdist með
stóru seglskipi sigla út úr
Reykjavíkurhöfn og líða
seglum þöndum út Faxa-
flóann. Þetta tignarlega
seglskip sem vakti svo
mikla hrifningu í huga
mér mun hafa verið
þýska skólaskipið Gorch
Fock. Á uppvaxtarárum
mínum hvarflaði ekki að
mér að ég ætti sjálfur eftir
að vera í sömu sporum og
sjóliðarnir sem voru á
fleygiferð upp og niður
reiðana þennan dag um
borð í Gorch Fock. En
þetta átti eftir að liggja
fyrir mér og það á syst-
urskipi Gorch Fock,
skólaskipinu Eagle í eigu
sjóliðsforingjaskóla
bandarísku Strandgæsl-
unnar.
Meö aöstoö góöra manna
fékk ég inngöngu í fyrrnefndan
skóla sumarið 1983 og hóf þar
sumarþjálfun ásamt 260 öðr-
um ungmennum á aldrinum 17
til 20 ára sem komu víðsvegar
úr Bandaríkjunum og sum hver
höföu aldrei sjóinn litiö á ævi
sinni. Einnig voru í hópnum
tveir piltar frá Venesúela auk
einmanalegs (slendings.
Lokaþátturinn í strangri sum-
arþjálfun var 10 daga sigling
um borð í skólaskipinu Eagle.
Okkur byrjendum var falið aö
vinna störf undirmanna svo
sem viö uppvaskið, varðstöðu í
brú, hreingerningar í vélarrúmi,
viöhald og hagræðingu á
seglabúnaði. Nemendur á
þriðja og fjórða ári gegndu
störfum yfirmanna og höfðu
umsjón með störfum nýlið-
anna. Áhersla var lögð á að
reyna að gæta fyllsta öryggis í
hvívetna og að nemendur
lærðu og tileinkuðu sér réttu
vinnubrögðin frá byrjun. Föst
áhöfn skipsins var alltaf til taks
ef eitthvað bjátaði á og fylgdist
með því að nemendur færu
hvorki sér né öðrum að voða.
Enginn var til dæmis neyddur til
vinnu uppi í rá og reiða ef þeir
treystu sér ekki til þess. Ávallt
var nóg fyrir þá að starfa á þil-
fari. En fyrir flesta var það
ánægjuefni að vera sendir upp
í mastur til að hagræða segl-
um. Auk verklegrar starfsþjálf-
unar var nemendum gert skylt
að sækja fyrirlestra í kennslust-
ofu skipsins og kunna skil á því
efni er þar var fjallað um.
Að siglingunni lokinni tók við
hið hefðbundna skólastarf yfir
vetrarmánuðina. Eagle var
bundið við bryggju en engu að
síður nýtt til kennslu í sjó-
mennskufræöum við skólann.
A
# \b vori var Eagle gert sjó-
klárt að nýju fyrir sumarþjálfun
nemenda. Að þessu sinni var
nemendum úr mínum árgangi
skipt í tvo hópa. Annar hópur-
inn fór í siglingu með Eagle
sem undirmenn en nemendum
úr hinum hópnum var dreift á
hin ýmsu skip Strandgæslunn-
ar. Um mitt sumarið höfðu hóp-
arnir hlutverkaskipti. Ég var í
fyrrnefnda hópnum sem sigldi
skipinu suður með austur-
strönd Bandaríkjanna og inn á
Karabíska hafið þar sem
áhöfnin æfði sig í nokkrar vikur
áður en haldið var til Bermuda-
eyja til að taka þátt í kappsigl-
ingu seglskipa þaðan og til
Nova Scotia í Kanada. Áhöfn-
inni fór fram dag frá degi og var
orðin samstillt og full af keppn-
isskapi áður en lagt var í hann
frá Bermuda. Glæstur floti
skólaskipa víðsvegar að var
samankominn við eyjarnar
daginn sem kappsiglingin
hófst.
Vonskuveður skall á fyrstu
nóttina og sá sorglegi atburður
átti sér stað að seglskipinu
Marque frá Englandi, sem var í
einkaeign, hvolfdi skyndilega
og fórst með allri áhöfn. Mikil
leit að skipbrotsmönnum bar
engan árangur. Þess má geta
að skip þetta var á sínum tíma
notað við gerð Onedin-sjón-
varpsþáttanna sem sýndir voru
í íslenska sjónvarpinu fyrir
mörgum árum. Kappsigling-
unni lauk í Halifax á Nova Scot-
ia með sigri pólska skólaskips-
ins Dar Mlodziezy en engu að
síöur var áhöfnum allra skip-
anna fagnað sem hetjum við
komuna til Halifax. Þaðan
sigldu skipin í samfloti norður í
St. Lawrence-flóa og síðan upp
eftir St. Lawrence-fljótinu til
Quebec-borgar. Þar lauk sigl-
ingu minni og félaga minna á
Eagle þetta sumar og næsti
hópur tók við.
Það er árlegur viðburður að
skólaskip hinna ýmsu siglinga-
þjóða komi saman víðsvegar
um heiminn og hafa nokkur
þeirra haft viðkomu á íslandi á
leið sinni fyrir Atlantshafið í
þeim erindagjörðum. Skóla-
skipið Eagle hefur meðal ann-
ars heimsótt Sovétríkin, Ástra-
líu, Afríku, ríki við Miðjarðarhaf-
ið, ríki Vestur-Evrópu og
Suður-Ameríku en aldrei hefur
það komið til íslands.
I riðja og fjórða sumarið
við skólann átti ég þess kost að
vera sem leiðbeinandi fyrsta og
annars árs nemenda um borð f
Eagle auk þess að vera í starfs-
þjálfun um borð f hefðbundnum
gæsluskipum. Þann tíma heim-
sótti skipið margar hafnir á
austurströnd Bandaríkjannaog
Kanada. Frá þeim tíma er mér
þó minnisstæðast er Eagle fór
fyrir hópi 30 seglskipa upp
Hudson-fljót árið 1986 í tilefni
aldarafmælis frelsisstyttunnar.
Við þetta tækifæri var það mál
Á uppvaxtarárum
mínum hvarflaði
ekki að mér að ég
ætti sjálfur eftir að
vera í sömu
sporum og
sjóliðarnir sem
voru á fleygiferð
upp og niður
reiðana. ..
VÍKINGUR 9