Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Blaðsíða 9
Ein af fyrstu bernsku- minningum mínum er frá því er ég fylgdist með stóru seglskipi sigla út úr Reykjavíkurhöfn og líða seglum þöndum út Faxa- flóann. Þetta tignarlega seglskip sem vakti svo mikla hrifningu í huga mér mun hafa verið þýska skólaskipið Gorch Fock. Á uppvaxtarárum mínum hvarflaði ekki að mér að ég ætti sjálfur eftir að vera í sömu sporum og sjóliðarnir sem voru á fleygiferð upp og niður reiðana þennan dag um borð í Gorch Fock. En þetta átti eftir að liggja fyrir mér og það á syst- urskipi Gorch Fock, skólaskipinu Eagle í eigu sjóliðsforingjaskóla bandarísku Strandgæsl- unnar. Meö aöstoö góöra manna fékk ég inngöngu í fyrrnefndan skóla sumarið 1983 og hóf þar sumarþjálfun ásamt 260 öðr- um ungmennum á aldrinum 17 til 20 ára sem komu víðsvegar úr Bandaríkjunum og sum hver höföu aldrei sjóinn litiö á ævi sinni. Einnig voru í hópnum tveir piltar frá Venesúela auk einmanalegs (slendings. Lokaþátturinn í strangri sum- arþjálfun var 10 daga sigling um borð í skólaskipinu Eagle. Okkur byrjendum var falið aö vinna störf undirmanna svo sem viö uppvaskið, varðstöðu í brú, hreingerningar í vélarrúmi, viöhald og hagræðingu á seglabúnaði. Nemendur á þriðja og fjórða ári gegndu störfum yfirmanna og höfðu umsjón með störfum nýlið- anna. Áhersla var lögð á að reyna að gæta fyllsta öryggis í hvívetna og að nemendur lærðu og tileinkuðu sér réttu vinnubrögðin frá byrjun. Föst áhöfn skipsins var alltaf til taks ef eitthvað bjátaði á og fylgdist með því að nemendur færu hvorki sér né öðrum að voða. Enginn var til dæmis neyddur til vinnu uppi í rá og reiða ef þeir treystu sér ekki til þess. Ávallt var nóg fyrir þá að starfa á þil- fari. En fyrir flesta var það ánægjuefni að vera sendir upp í mastur til að hagræða segl- um. Auk verklegrar starfsþjálf- unar var nemendum gert skylt að sækja fyrirlestra í kennslust- ofu skipsins og kunna skil á því efni er þar var fjallað um. Að siglingunni lokinni tók við hið hefðbundna skólastarf yfir vetrarmánuðina. Eagle var bundið við bryggju en engu að síður nýtt til kennslu í sjó- mennskufræöum við skólann. A # \b vori var Eagle gert sjó- klárt að nýju fyrir sumarþjálfun nemenda. Að þessu sinni var nemendum úr mínum árgangi skipt í tvo hópa. Annar hópur- inn fór í siglingu með Eagle sem undirmenn en nemendum úr hinum hópnum var dreift á hin ýmsu skip Strandgæslunn- ar. Um mitt sumarið höfðu hóp- arnir hlutverkaskipti. Ég var í fyrrnefnda hópnum sem sigldi skipinu suður með austur- strönd Bandaríkjanna og inn á Karabíska hafið þar sem áhöfnin æfði sig í nokkrar vikur áður en haldið var til Bermuda- eyja til að taka þátt í kappsigl- ingu seglskipa þaðan og til Nova Scotia í Kanada. Áhöfn- inni fór fram dag frá degi og var orðin samstillt og full af keppn- isskapi áður en lagt var í hann frá Bermuda. Glæstur floti skólaskipa víðsvegar að var samankominn við eyjarnar daginn sem kappsiglingin hófst. Vonskuveður skall á fyrstu nóttina og sá sorglegi atburður átti sér stað að seglskipinu Marque frá Englandi, sem var í einkaeign, hvolfdi skyndilega og fórst með allri áhöfn. Mikil leit að skipbrotsmönnum bar engan árangur. Þess má geta að skip þetta var á sínum tíma notað við gerð Onedin-sjón- varpsþáttanna sem sýndir voru í íslenska sjónvarpinu fyrir mörgum árum. Kappsigling- unni lauk í Halifax á Nova Scot- ia með sigri pólska skólaskips- ins Dar Mlodziezy en engu að síöur var áhöfnum allra skip- anna fagnað sem hetjum við komuna til Halifax. Þaðan sigldu skipin í samfloti norður í St. Lawrence-flóa og síðan upp eftir St. Lawrence-fljótinu til Quebec-borgar. Þar lauk sigl- ingu minni og félaga minna á Eagle þetta sumar og næsti hópur tók við. Það er árlegur viðburður að skólaskip hinna ýmsu siglinga- þjóða komi saman víðsvegar um heiminn og hafa nokkur þeirra haft viðkomu á íslandi á leið sinni fyrir Atlantshafið í þeim erindagjörðum. Skóla- skipið Eagle hefur meðal ann- ars heimsótt Sovétríkin, Ástra- líu, Afríku, ríki við Miðjarðarhaf- ið, ríki Vestur-Evrópu og Suður-Ameríku en aldrei hefur það komið til íslands. I riðja og fjórða sumarið við skólann átti ég þess kost að vera sem leiðbeinandi fyrsta og annars árs nemenda um borð f Eagle auk þess að vera í starfs- þjálfun um borð f hefðbundnum gæsluskipum. Þann tíma heim- sótti skipið margar hafnir á austurströnd Bandaríkjannaog Kanada. Frá þeim tíma er mér þó minnisstæðast er Eagle fór fyrir hópi 30 seglskipa upp Hudson-fljót árið 1986 í tilefni aldarafmælis frelsisstyttunnar. Við þetta tækifæri var það mál Á uppvaxtarárum mínum hvarflaði ekki að mér að ég ætti sjálfur eftir að vera í sömu sporum og sjóliðarnir sem voru á fleygiferð upp og niður reiðana. .. VÍKINGUR 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.