Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Qupperneq 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Qupperneq 15
Tryggva helgasyni Þegar Tryggvi svo stóð í verk- fallsbrölti lá báturinn bundinn við bryggju og áhöfnin við verk- fallsvörslu. Nokkrum árum áður en Tryggvi eignaðist bátinn krafð- 'st skipaskoðunin úrbóta á meintri tæringu á saumi báts- ins. í stað þess að seyma hann UPP var hann klæddur utan með furuplönkum sem negldir voru í svikulan skrokkinn, og var þannig klætt frá kili og upp fyrir sjólínu, aðeins tvö efstu umförin óklædd. Þetta reyndist síðar hrein svikalausn, en þetta var gert á fleiri bátum við Eyja- fjörð og urðu þessir bátar eigin- lega stórhættulegir. Þeir fóru strax að leka þegar þeir hlóðust eða lentu í ágjöf. Var af kunn- ugum talið að þetta hefði or- sakað nokkra skipsskaða og drukknun fjölda sjómanna. Tryggvi segist ekki hafa áttaö sig á því hversu ástandið var alvarlegt fyrr en það kom í Ijós þegar hann fór að rífa bátinn. Reknetaveiðin Ég var tvö sumur á reknetum með Tryggva, eða 1937 og 1938. Vorum við þrír á bátnum og lögðum upp á Siglufirði. Þarna lagði fjöldi reknetabáta upp, Sunnlendingar af Akra- nesi og úr Vestmannaeyjum, en þeir bátar voru miklu stærri en okkar, um og yfir 30 lestir. Þeir voru með minnst 30 net og sex manna áhöfn þegar við vorum þrír með 12 -14 net. Við vorum iðulega með jafnmikla veiði og stóru bátarnir og for- menn þeirra komu yfir til okkar að skoða aflabrögðin og voru jafnan undrandi þótt þeir reyndu að fara vel með það. Birgir var, eins og áður sagði, tvístöfnungur og stóð endinn á stýrinu upp úr sjó aftan við aft- urstefnið og ofandekks var rauf í lunninguna sem stýrissveifin hreyfðist í út í bæði borð þegar lagt var á. Taumar lágu úr sveifinni fram í stýrishúsið. Það var því ekki hægt að leggja net- in aftur af skutnum eins og gert var á stóru hekkbátunum. Við létum því reka út af stjórn- borðssíðu. Stundum þegar logn var og lítið eða ekkert rak, var tekið afturá til að koma svolítilli ferð á bátinn, en það var hér um bil alltaf einhver gola. Það gat verið seinlegt að leggja miðað við hekkbátana. Þegar við drógum netið þá dró einn kapalinn af spilkoppi línuspilsins og hringaði hann niður í ganginn milli lúkars- kappans og lunningar stjórn- borðsmegin, en hinir tveir drógu netin yfir netarúllu, sem fest var við lunninguna bak- borðsmegin, miðskips. Rúllan var drifin með reim frá skífunni á spilinu. Á stóru bátunum var hrist úr jafnóðum og dregið var, en við urðum að draga og hrista úr í áföngum. Ef afli var góður, þetta tvær tunnur í net, gátum við dregið 2 r 3 net í einu, en meira ef minna aflaðist. Þegar við höfðum dregið hæfilega, leystum við í sundur milli neta og festum bátinn við trossuna sem eftir var í sjó með kaplinum og gáfum þó nokkuð út ef vont var í sjó, en ef gott var þá létum við duga að festa við gertann, þ.e. bandið sem netin hanga á við kapalinn, og lágum þannig. Röðuðum við okkur nú þvert yfir bátinn og hristum úr þeirri færu sem við náðum yfir. Netin greiddum við jafnóðum niður við lunningu stjórnborðsmegin. Þaö var óþverravinna að hrista úr, mikill gusugangur og ef áta var veruleg og marglitta þá sveið mann heita helvíti í and- litið og átan komst á úlnliðina og gátu komið þar hin verstu átusár. Aðbúnaðurinn um borð Þessar vikur sem við vorum á reknetunum og lögðum upp á Siglufirði bjuggum viö alfarið um borð. Vistarvera okkar var þá lúkarinn, en hann var að sjálfsögðu lítill og þröngur. Koja var langs eftir með súðinni stjórnborðsmegin og önnur þvert aftast í lúkarnum. Setu- / stað þess að seyma hann upp var hann klæddur utan með furuplönkum, sem negldir voru í svikulan skrokkinn.. . . Þetta reyndist síðar hrein svikalausn. VÍKINGUR 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.