Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Page 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Page 20
FISKVINNSLA Hjaltlandslax á vöru- sýningu. Hjaltlendingar ferðuðust um allan heim á helstu vörusýningarn- ar. Gæðaímyndin er meginþátturinn í mark- aðssetningu laxins. Ferðirnar voru að miklu leyti styrktar af hreppn- um og voru sölumenn duglegir að afla nýrra viðskiptavina á þessum sýningum. Hluti starfsins var kennsla. Hér er verið að sýna nemum á fisk- vinnslunámskeiði gerla úr fiski. 20 VÍKINGUR flotinu og hætta aö borga til þess. Ég lagði því mikla áherslu á aö vinna traust þeirra og taka á kvörtunum. Hvaö þá varðaði fólst gæöa- eftirlitið í því aö taka út fiskinn á markaönum á um tveggja mán- aða fresti. Þeir sem stööugt lönduöu góöum fiski sem var vel þveginn, ferskur og ekki of kraminn fengu gæðamerki á fiskinn á markaðnum. Áherslan var því á meðhöndlun um borö jafnt og ferskleika. Sjómenn á dragnótabátun- um, sem lönduðu tveggja daga fiski, voru því óánægöir þegar sumir sem lönduðu viku göml- um trollfiski fengu gæöamerk- iö. þegar ég gat sýnt þeim mun- inn á jafngömlum fiski, sem var meðhöndlaður á mismunandi hátt, skildu þeir hvaö ég átti viö þótt ekki væru þeir allir kannski sammála um forsendurnar. Þeir vildu meina aö fiskurinn ætti aö vera metinn eins og hann væri við löndun. Ég taldi aö til aö byrja meö væri rétt aö leggja áherslu á meöferð um borð og þar með breytt vinnu- brögö áöur en kerfinu væri breytt í hreint ferskleikamat. Þeir völdu þó ekki aö taka upp dagmerkingar á kassana, því þær mundu ekki stemma viö dagbók bátsins og einnig voru þeir hræddir um aö hægt væri að rekja til þeirra dagmerktan fisk sem landaö var framhjá kvóta eins og algengt var. Eitt var ég þeim sammála um en þaö var aö matið var ekki nægilega vel skýrt út fyrir þeim. Þaö var því komiö á punkta- kerfi, þar sem hver þáttur (þvottur, ís , magn í kassa, lykt o.s.frv.) var metinn og tiltekinn punktafjöldi gaf þeim rétt á gæðamerkinu. Viö sendum þeim svo öllum lista yfir stöðu bátanna þannig aö allir vissu hvar þeir voru á stöðulistanum. Meö þessu var verið að reyna aö spila á keppnisandann, því kerfiö var orðiö sanngjarnara í þeirra augum og samanburöur var kominn á. Maður varð því alltaf að hafa á sér listann yfir stööu bátanna, því ef maöur hitti sjómennina vildu þeir gjarnan ræöa hvar þeir væru staddir og hvers vegna. Þetta fannst mér ánægjuleg breyting frá skömmunum og óánægj- unni sem ég fann til aö byrja með. í upphafi voru um tíu bát- ar meö gæðamerkið en tuttugu og tveir af fjörutíu bátum þegar ég fór. Einnig haföi tekist aö fá samþykktar styrkveitingar frá hreppnum til þeirra sem vildu breyta þvottakerfinu. Mér var sagt aö mesta viðhorfsbreyt- ingin heföi þó oröið viö þaö aö róa meö nokkrum bátanna. Vinnslan í landi Fiskurinn á Hjaltlandi var yfirleitt góöur, enda stutt á miö- in og þeir hafa löngum verið þekktir fyrir góöan fisk. Fryst- ingin var aö mörgu leyti meö sama hætti og hér, heilfryst flök af ýmsum stæröum og gerðum og blokk. Þó var nokkuð um aö fosfati væri blandaö í fiskinn til aö auka þyngdina. Eftirlitiö var hefðbundið framleiðslueftirlit (beinatalning o.s.frv.) og alls kyns ráögjöf um notkun þvottaefna og aukiö hreinlæti. Sumsstaðar voru þvottaefni vart notuð og sóöa- skapurinn meö ólíkindum af frystihúsi aö vera. Ekki bætti úr skák að vatnsskatturinn stór- hækkaöi í fyrra. Ég tók mjög

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.