Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Page 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Page 21
Approvcd by □ □ HH SIIEILANL) Seafood Qualily Confrol hart á þessháttar en sem betur fer var þetta óvíða. Helsta vandamál vinnslunn- ar var annars hráefnisskortur. Oft var enginn fiskur og mjög stuttir vinnudagar. Það hjálpaði eitthvað uppá að töluverðu af ódýrari fiski var landað ólög- lega framhjá kvótum. Hand- flökun á makríl og síld á haustin bjargaði einhverjum sem og vinnsla á laxi. Til að komast af urðu þeir því að vera í alls kyns vinnslu á sama tíma og sköp- uðust stundum vandamál t.d. þegar verið var að salta og frysta í sama salnum. Einn verkandi hóf vinnslu á skelfiski á sama stað og verið var að flaka og reykja lax. Það mun vera stórhættulegt þar sem mikil óhreinindi fylgja skelfisk- vinnslu og reyktur lax er borð- aður hrár. Ég bannaði þeim að nota gæðamerkið á reykta lax- inn meðan svo væri og benti þeim á hættuna á gerlameng- un en þeir svöruðu: „við verö- um að reyna að komast af.“ Sami verkandi átti það til að blanda saman góðum þorski og úldnum í frystingunni og svaraði gjarnan: „við höfum ekki fengið neinar kvartanir." Fulltrúi verkenda hjá gæðaeft- irlitsfyrirtækinu tönnlaðist sífellt á því hvort þessi framleiðandi fengi ekki merkið á reykta lax- inn aftur en ég stóð fastur fyrir. Mig grunaði því að sumir not- uðu gæðamerkið meira sem auglýsingu. Það kom mér þó nokkuð á óvart þegar ég spurði franskan kaupanda á frystum lýsuflök- um í smápakkningum hvernig varan líkaði og hann svaraði stórvel! Oft var um að ræða flök af óaðgerðri smálýsu sem var jafnvel fjögurra daga gömul og fylgdi þunnildið með til að ná upp þyngd þó að það væri gall- grænt eða brúnt af sjálfmeltum innyflunum! Gæðakröfur kaup- enda voru því oft ekki miklar. Þettavoru 17 vinnslueiningar sem við í gæðaeftirlitinu fylgd- umst með. Flestar voru laxa- pökkunarstöðvarnar, eða sjö, fimm frystihús, tvær skelfisk- vinnslur, tvö reykhús og stór síldarverksmiðja byggð af ís- lendingum (lcpcon). í flestum húsunum var blönduð vinnsla eins og áður hefur verið minnst á. Flestir framleiðendur reyndu sitt besta til að halda húsum sínum hreinum og voru ein- Það hjálpaöi eitthvað uppá að töiuverðu af ódýrari fiski var landað ólöglega framhjá kvótum. Skipstjórafélag Islands sendir sjómönnum um land allt kvedjur á sjómannadaginn

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.