Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Qupperneq 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Qupperneq 22
FISKVINNSLA . . .lax var geymdur dögum saman óaðgerður í körum án íss og í lélegum kælum og var að endingu frystur hálfúldinn. 22 VÍKINGUR göngu með gott hráefni, en þeir voru líka til sem svindluðu á öllu sem hægt var að svindla á. Olli skilningsleysi og viljaskortur stjórnar gæðaeftirlitsins mér miklum vonbrigðum þegar ég vildi taka á þessum mönnum. Seinna varð mér Ijóst að um volduga menn í samfélaginu var að ræða, sem höfðu meiri áhrif og völd en svo að einhver „útlendingur" hjá eftirlitinu gæti tekist á við þá. Laxavinnsla Það getur tekið um 18 mán- uði að rækta upp góðan lax. En það er hægt að eyðileggja hann á einum degi. Ef með- höndlun við slátrun, geymslu og pökkun er ekki rétt fer eins fyrir laxinum og öðrum fiski sem er illa meðhöndlaður. Starf okkar fyrir laxabændur var nær eingöngu fólgið í því að fylgjast með að laxinn væri rétt flokkaður í pökkunarstöðvun- um. Þegar ég byrjaði voru sí- felldar kvartanir um að meira fengist pakkað í fyrsta flokk í einni pökkunarstöð en annarri og fór allt of mikill tími í að eltast við alls kyns kvartanir, sem bitnaði þá á því sem við vorum að reyna að gera fyrir sjómenn- ina og frystihúsin. Pökkunarstöðvarnar í Leirvík voru mun verri hvað þetta varð- aði en þær sem voru úti í sveit. Til að stemma stigu við þessu var komið á kerfi þar sem öllum flokkurunum var kennt að flokka eins og að fylla út skoð- unarblaö yfir hitastig, holdlit og ástand laxins þegar hann kom til pökkunar. Þegar þeir höfðu sýnt að þeir fylgdu settum regl- um og framkvæmdu eftirlitið á fullnægjandi hátt voru þeir samþykktir og fengu merki sem átti að setja í hvern kassa af fyrsta flokks laxi. Pökkunarstöðvunum var óheimilt að nota aðra en sam- þykkta flokkara ef þær vildu fá að nota gæðamerkið. Þetta er mjög svipað kerfi og er notað í saltfisknum hjá SIF enda hug- myndinni stolið þaðan. Yfirleitt er laxinn á Hjaltlandi mjög góður. Hann er ræktaöur í kvíum í vogum og út með ströndinni. Þeir hafa lært að takmarka fjöldann í hverri kví og hafa þær ekki of margar þétt saman til að takmarka út- breiðslu sjúkdóma. Þeir sem hafa spjarað sig best eru þeir sem sinna þessu hvað mest sjálfir. Ræktunarskilyrðin eru mjög hagstæö á Hjaltlandi hvað varðar hitastig, seltu sjáv- ar og strauma milli Norðursjáv- ar og Atlantshafsins. Þrátt fyrir þetta herjuðu æ fleiri sjúkdómar á laxinn, sem leiddi til þess að hann varð magur og lenti í lægri gæða- flokkum. Einnig var kynþroska- tímabilið á haustin erfitt viður- eignar, þar sem laxinn ger- breyttist á skömmum tíma. Við leyfðum að flokka lax með smávægileg ytri kynþroska- einkenni í fyrsta flokk en margir vildu teygja það lengra en góðu hófi gegndi. Gat munað þús- undum punda á því hvort laxa- bóndinn náði að slátra úr einni kví áður en kynþroskaeinkenn- in voru gengin of langt eður ei. Það gat því borgað sig fyrir bóndann að rífast í flokkurun- um um vafaatriði þegar verið var að flokka laxinn hans ef hann kæmist upp með slíkt. Hagsmunaárekstrar í gæðaeftirlitinu Ég hef áður minnst á áhrifa- mikla menn sem fóru sínu fram hvað sem hver sagði. Nokkrir þessara mann eiga m.a. eitt stærsta markaðsfyrirtæki í Evrópu í sölu á ferskum laxi og selja um helming þess lax sem ræktaður er á Hjaltlandi. Einnig keyptu þeir nýlega stærstu pökkunarstöðina í Leirvík. Upphaflega var gæðaeftirlit- ið sem ég starfaði fyrir stofnað af nokkrum áhugasömum frumherjum í laxarækt á Hjalt- landi (þar á meðal Ágústi Al- freössyni) til að tryggja að öll meðferð og flokkun laxins yrði með besta hætti. Þannig átti að tryggja að alltaf væri hægt að selja allan lax frá Hjaltlandi og jafnvel fá betra verð þegar gæðamerkið hafði unnið sér sess á markaðnum. Þetta tókst um tíma en nú telja margir að svo sé ekki lengur m.a. vegna þess hve fyrrgreindir menn hafa svindlað grimmt. Sífelldar sögusagnir voru á kreiki um að kassar undan Hjaltlandslaxi væru endurnýttir fyrir skoskan og færeyskan lax og í Aber- deen viðurkenndi umsjónar- maður birgðastöðvar áður- nefnds sölufyrirtækis fyrir mér að hann fengi hjaltlenskan lax allsstaðar að. Að sjálfsögðu fæst Hjaltlandslax aðeins frá Hjaltlandi. í pökkunarstöð sölu- fyrirtækisins í Leirvík var sífellt verið að beygja og teygja regl- urnar. Til að spara fragtina var eitt sinn pakkað svo miklu í frauðplastkassana aö þeir ein- faldlega brotnuðu á brettunum, lax var geymdur dögum saman óaðgerður í körum án íss og í lélegum kælum og var að end- ingu frystur hálfúldinn. Einnig var úldinn skoskur og færeysk- ur lax, sem var flakaður og skorinn í sneiðar, vaskaður í saltvatni til að ná mesta slíminu utanaf, síðan frystur og pakk- aður sem „gæöalax" frá Hjalt- landi! Þetta átti sér stað í frysti- húsi gegnt skrifstofu gæðaeftir- litsins. Heilbrigðiseftirlitið komst að þessu og dæmdi laxinn óhæf- an til manneldis og var honum eytt. Þetta var ekki í síðasta skipti sem heilbrigðiseftirlitð hafði afskipti af þessum mönn- um. Ég gætti þess ætíð að gera
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.