Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Qupperneq 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Qupperneq 24
FISKVINNSLA. .. Hér er verið að flytja fisk af markaðnum í Leirvík. Við hjá eftirlitinu áttum við sama vandamál að glíma og hér, það er að fá bílstjórana til að breiða yfir fiskinn. Eftir á aö hyggja tel ég að laxapólitíkin á Hjaltlandi sé ekkert einsdæmi í Bretlandi. 24 VÍKINGUR ar. Ég sendi þá sýni í gerlamæl- ingu til Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins (Torry Res- earch) í Aberdeen í Skotlandi og ætlaði að hefja mælingar sjálfur en var þá stöðvaður af stjórnarformanni gæðaeftirlits- fyrirtækisins, þekktum stjórn- málamanni á staðnum. Mér varð það Ijóst og var reyndar varaður við af heima- mönnum, að þessi svonefnda „laxa-mafía“ nyti stuðnings manna í efstu stjórnunarstöð- um innan fiskiðnaðarins á Hjaltlandi sem skýrði styrkja stöðu þeirra. Svindl og svínarí Menn tóku sjálfviljugir þátt í því að notast við gæðamerkið og gangast undir eftirlitskerfið sem var starfrækt. Því var staða mín og aðstoðarmanns míns ekki mjög sterk. Við gát- um aðeins verið leiðbeinandi um meðhöndlun og það eina sem við gátum gert var að taka frá þeim gæðamerkið ef þeir fóru ekki eftir reglunum. Það var þó eðlilegast að gera ekki slíkt nema að hafa stjórn gæðafyrirtækisins á bak við sig í þessháttar aðgerðum. Þegar hlutirnir voru komnir í aðra eins vitleysu og þarna leist mér ekki á að dvelja lengur og kom mér bráðlega heim. Verst þótti mér að hinar pökkunarstöðvarnar sem reyndu ætíð sitt besta bentu gjarna til þessara aðila og sögðu að þetta ætti ekki að líð- ast. Það var því erfitt að verja gæðaeftirlitið og stjórnun þess gagnvart heimamönnum sem þekktu betur til mála en ég. Þeir sem seldu laxinn sinn sjálfir náðu ætíð hærra verði en áðurnefnt sölufyrirtæki að eigin sögn. Nokkrir bændur hættu að selja í gegnum það og stofnuðu eigið sölufyrirtæki. Þeir fengu strax hærra verð en aftur á móti hófstgegn þeim allsvæsin und- irróðursherferð sem ekki var séð fyrir endann á er ég fór. Ég eignaðist marga góða vini þarna og gekk vel að vinna með verkafólkinu. Ég skrifaði gjarna í blaðið (Shetland Fish- ing News) á staðnum til að út- skýra þær breytingar sem við vorum að berjast fyrir um aukið hreinlæti og gæðavitund. Einn- ig fannst mér mikilvægt að bæta móralinn og leggja áherslu á að „fiskverkamaður eða -kona starfar við matvælin sem við neytum á morgun. Því ættum við að sýna þessu fólki tilhlýðilega virðingu." Víðast voru menn að gera sitt besta og voru sum húsin til mikillar fyrirmyndar. En óá- nægja með stjórn gæðaeftir- litsins var orðin megn og helst minnti þetta hjaltlenska ástand mig á hvernig það gat orðið hér áður fyrr f litlum sjávarplássum þar sem einn aðili eða fjöl- skylda átti togarann, flesta bát- ana, vinnsluna og jafnvel búð- ina og réð öllu um afkomu plássins. Standa mál nú þannig að óvíst er hvort hreppurinn heldur áfram styrkveitingu til gæðaeft- irlitsins þar sem spillingin hefur orðið augljósari með hverju ár- inu, en hreppurinn hefur borg- að helming rekstrarkostnaðar eða 50.000 £ árlega (rúmlega fimm milljónir króna). Hefur þátttaka hreppsins verið mikið lofuð af sumum sem merki þess að gæðaeftirlitið væri hlutlaust og engum háð! Hreppurinn hefureinnig, ígóðri trú, veitt samtökum laxabænda rniklar fjárhæðir til markaðs- setningar á Hjaltlandslaxi sfð- astliðin ár. En svona eru Bretar Eftir á að hyggja tel ég að laxapólitíkin á Hjaltlandi sé ekkert einsdæmi í matvælaiðn- aði í Bretlandi. Nýlega var sýnd ensk mynd ! íslenska sjónvarp- inu þar sem m.a. var greint frá óhóflegri lyfjanotkun í svína- og kjúklingarækt og hænsnaskítur notaður til fóðurgerðar fyrir nautgripi. Einnig varð stórmál úr þegar uppgötvaðist að naut- gripir voru fóðraðir á úrgangi frá sláturhúsum, sem olli því að riðuveikiveira barst í gripina og fundust jafnvel dæmi um að kettir hefðu tekið sýki sem líkt- ist riðu (mad cow disease), þótt ekki væri víst að veiran hefði borist úr gæludýrafóðri. Olli þetta hruni í sölu nautakjöts og innflutningsbanni til annarra Evrópuríkja. Annað hneyksli varð þegar uppgötvaðist að ódýrt fóður frá Burma var svo mengað af þungamálmum að hella varð niður mjólk frá fjölda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.