Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Page 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Page 26
FISKVINNSLA Höfnin í Scalloway á góðviðrisdegi og allir bátar á sjó. Aðstaða gæðaeftirlitsins er til húsa við höfnina. Fyrir miðri mynd má sjá hið fræga frystihús „lce- atlantic", sem var lagt niður fyrir nokkrum ár- um. Þar með hrundi at- vinnulíf staðarins. Gæðamerki eftirlitsins var notað á bestu fram- leiðsluna og allan fyrsta flokks lax. Mest var vægi þess fyrir laxinn, en gildi þess takmark- aðist við það markað- sfyrirtæki sem seldi hann. búa í Englandi, og svona má reyndar lengi telja. Bretinn hef- ur lengi veriö þekktur fyrir óheiðarlega viðskiptahætti í matvælaiðnaði og skyldi því engum koma á óvart að svo sé enn. Margir telja að verslana- keðjurnar þrýsti svo á um ódýr- ari framleiðslu og etji saman framleiðendum með þeim hætti að annað hvort fer fram- leiðandinn á hausinn eða var- an líður fyrir á einhvern hátt. Marks og Spencer hafa þó lagt áherslu á gæðavörur í sinum verslunum, þó að verðiö sé hærra. Það eina sem í raun tryggir neytendum að matvara eins og fiskur sé í lagi er að hlutlaust eftirlit sé haft meö framleiðsl- unni. Þannig hefur íslenskur fiskur unnið sér sess sem gæðafiskur um allan heim og við fáum yfirleitt besta verðið. Hvað svo sem menn hafa um ríkismatið og SIF að segja er það mín skoðun, eftir að hafa hitt fyrir kaupendur og framleið- endur í Bretlandi og víðar, að gæðaeftirlitið á íslandi hafi sannað tilverurétt sinn og njóti mikillar virðingar á erlendum mörkuðum. Það er því skoðun mín að ef íslenskur lax á einnig að teljast gæðavara á erlendum mörkuð- um, verður að vinna að því með hlutlausu eftirliti. Ef erlendir kaupendur fá misgóðan lax frá íslandi, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum nýlega, verður staða okkar veik og kaupendur notfæra sér það óspart til að pína niöur verðið. Það er hægt að fá gott verð fyrir góðan lax ef unnið er skynsam- lega að því að byggja upp markaði. Ef við lærum ekki af reynslu okkar og annarra fyrr en síðar getum við gefið laxa- rækt sem mikilvæga útflutn- ingsgrein upp á bátinn. 26 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.