Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Side 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Side 31
 ráðamönnum urðu menn varir við mikinn skilning og því er bjartsýni ríkjandi um að gera megi skólann betri og þá námið um leið, sem á að skila sér til þeirra sem Ijúka þar námi, bæði hvar varðar starf þeirra og ekki síður möguleika á góðri atvinnu þegar sjómennskunni er lokið. Endurmenntun í skýrslu nefndarinnar um endurmenntun segir að hags- munaaðilar í skipaútgerð, bæði á vettvangi fiskveiða og flutn- inga á sjó, það er Landssam- band íslenskra útvegsmanna, Samband íslenskra kaupskipa- útgerða og Farmanna- og fiski- mannasamband íslands, hafi ítrekað mikilvægi endurmennt- unar við yfirvöld menntamála og reynt að tryggja endur- menntun í fagskólum sjó- manna. Endurmenntun er mikilvæg vegna þess að skip, búnaður þeirra og rekstur taka svo örum breytingum. Þekking skip- stjórnarmanna á tækni- og rekstrarlegum nýjungum getur skipt sköpum um öryggi skipa og áhafna. Það var skólanefnd Stýri- mannaskólans í Reykjavík sem vann þessar breytingatillögur í samráði við Guðjón Ármann Eyjólfsson skólameistara. í nefndinni eru Magnús Jóhann- esson, Einar Hermannsson, Gísli Jón Hermannsson, Guð- jón Arnar Kristjánsson, Guð- laugur Gíslason, Alexander Hafþórsson og Einar Vignir Sigurðsson. Ritari nefndarinn- ar er Hrafnkell Guðjónsson kennari. Sérstök undirnefnd vann mikið fyrir aðalnefndina. í þeirri nefnd störfuöu Vilmundur Víðir Sigurðsson, kennari við Stýrimannaskólann, Helgi Kri- stjánsson, útgerðarstjóri Sjóla- stöðvarinnar, Guðmundur Baldur Sigurgeirsson, starfs- maður hjá Nesskip og Stefán Ólafur Jónsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu. Magnús Jóhannesson sagði að víðtæk samstaða hefði verið með nefndinni og skólameist- ara og breytingarnar verið samþykktar samhljóða. Sigurjón May.nús Egilsson fréttamaður Siglingamálastjóri segir að Stýri- mannaskólinn hafi lengi verið verr búinn en aðrir framhaldsskólar. Utgerðarmenn! Fóðrum kraftblakkir og þríplexkefli fýrir loðnu- og sfldarbáta. Fóðrum einnig kefli í netaspil. Gúmmísteypa t>. Lárusson HAMARSHÖFÐA 9,112 REYKJAVÍK, SÍMl 674467

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.