Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Page 33
MARKAÐSFRETTIR
engin stefna er til um það
hvað eigi að gera við fiskinn
þegar hann er kominn upp úr
sjónum.
Það verður æ brýnna að
móta heildarstefnu sem tek-
ur ekki aðeins til fiskveiði-
stjórnunar heldur einnig
vinnslunnar og ekki síst
markaðsmálanna. Það er
nefnilega á markaðnum sem
verðmætin verða fyrst til. Og
þar eru að verða ótrúlegar
breytingar um þessar mund-
ir. Dæmi eru um að útgerð
skips sé í sambandi við sölu-
mann á markaði, segjum í
Bretlandi. Hann segir til um
hvað best gangi á markaðn-
um hverju sinni og hvað vanti
helst. Útgerðin kemur þess-
um boðum til
skipsins og þar
er veiðum og
vinnslu háttað í
samræmi við
óskir markaðar-
ins. Síðan er afl-
anum landað
ýmist í gáma eða
í erlendri höfn.
í þessari þróun
er hætt við að þessi stóru
frystihús og fjöimenn sölu-
samtök þeirra lendi dálítið út
á skjön. Sumir halda því fram
að fiskvinnslan og sölusam-
tökin hafi ekki sýnt nægjan-
legan sveigjanleika and-
spænis breyttum markaðsað-
stæðum og nýjum
möguleikum. Um það skal
ekki dæmt hér, en það er víst
að full þörf er á að setja niður
nefnd til að móta stefnu. Og
þótt auðvitað eigi að leita
álits hagsmunaaðila í sjávar-
útvegi er kannski réttast að
halda áhrifum þeirra á
stefnumótunina innan hóf-
legra marka. Annars verður
aldrei nein stefna til.
Happasæll KE 94.
% %
w
FCV-10. Djúpsjávarmælir 14“ litskjár og 12“
pappírsmælir með hallastýrðu botnstykki.
Virkning: Þrír sjálfstæðir geislar. Einn beint
niður og einn til hvorrar hliðar. Á skjáinn koma
þrjár sjálfstæðar myndir. Einnig er hægt að
hafa A-scope, sviðsstækkun og botnlæs-
ingu. Hægt er að nota mælinn sem fjölgeisla
sónar með leitun ± 36° til hliðanna. Leitun
getur farið fram í 1 eða 2° þrepum. Senditíðni
24 kHz, sendiorka 10 kw.
Skiparadíó hf.
Fiskislóð 94-101 Reykjavík ■ Sími: 20230 • Telex 2204 • Fax 620230
CSH-5.360° hringsónar (OMNI) hefur allt að
2500 metra langdrægni. 14“ hágæða lita-
skjár. Hægt er að tengja við gýró, log, hita-
mæli, sökkhraðamæli, dýptarmæli og stað-
setningartæki (Loran/GPS). Senditíðni 55
kHz. Verð ca. 3,3 milljónir.
Óskum Æskunni SF140 til hamingju
með CSH-5 sónartækið.