Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Page 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Page 36
MARKAÐSFRÉTTIR KARFI í Þýskalandi er fastan liðin hjá og menn farnir að úða í sig pylsum og annarri óhollustu. Áhuginn og þar með verðið á ís- lenskum karfa fór þvílækkandi í aprílmánuði. Framboðið á ís- lenskum karfa í þýskum höfnum dróst saman úr 3.136 tonnum í mars í 2.492 tonn í apríl. Verðið var óvenjuhátt í mars, 2,93 mörk eða 105,19 kr. kílóið, en í apríl snarlækkaði það. Að meðaltali fengust 2,49 mörk fyrir kílóið af karfa í apríl en það jafngildir 87,62 krónum. Heldur dró úr framboðinu af karfa á íslensku mörkuðun- um. Alls var landað 729 tonnum af karfa í apríl á móti 1.050 tonnum í mars. Meðalverðið sem fékkst fyrir karfakílóið var 38,56 krónur í apríl, hafði hækkað úr 37,85 krónum. UFSI Framboðið á ufsa í Þýskalandi jókst hins vegar töluvert og merkilegt nokk hækkaði verðið. Sáralitlu var landað af ufsa í þýskum höfnum fyrstu þrjá mánuði ársins en í apríl kom nokkur fjörkippur í ufsalandanir. Alls var þá landað 425 tonnum af ufsa og fengust að meðaltali 2,97 mörk fyrir kílóið sem jafngildir 104,41 krónum. Þetta er töluvert hærra en í mars, en þá fengust 2,58 mörk, eða 92,46 krónur, fyrir kílóið að meðaltali. Á íslensku mörk- uðunum datt framboðið niður í apríl en verðið snarhækkaði. Þá var landað 797 tonnum af ufsa og fengust 47,85 krónur fyrir kílóið að meðaltali. í mars var landað 2.073 tonnum og meðalverðið var rétt undir 40 krónum. SKIPA- OG BÁTAVÉLAR 9-1100 hestðfl YANMAR vélarnar eru ein- staklega léttar og fyrir- ferðarlitlar og þekktar fyrir vandaða hönnun og mikla endingu. Eigum á lager og væntan- legar: Gerð 4LH: 110,140 og 170 hö. Gerð4JH:41,52,63og74hö. Hagstættverð. Sala - Ráðgjöf - Þjónusta AUGLYSINGAIVIERKING/ AUGLÝSINGAMERKIIMGAR AUGLYSINGAMERKINGAR AUGLÝSIIMGAMERKIIUGAR AUGLÝSIIMGAMERKIIMGAR . . . þar sem BATARIMIR eru merktir LANDUST skiltagerð, Ármúla 7, bakhús, sími 91-678077, fax 91-678516

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.