Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Side 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Side 44
Höfundur: Rúna H. Teikning: Cristian Alejandro Mare ungur maður frá Argentínu, sem býr núna á íslandi og nemur tækniteiknun. 44 VÍKINGUR Föstudagur. Vinnuvikan loks búin, ekki iengurþetta stress við að koma börnunum afstað í skólann eldsnemma, fara sjálf í vinnuna eldsnemma. Vinna allan dag- inn, versla, koma við í hreinsuninni. Koma heim og finna allt í drasli eftir blessuð börnin, sem reyndar eru að verða unglingar, tína saman mesta draslið, aðeins punta, elda, þvo þvottinn, vaska upp — setjast niður og loks, loks, slaka aðeins á. Föstudagur, það ætti að vera fín dagskrá ísjón- varpinu. En, nei, bara endursýndar myndir og myndirsem ég tók á myndbandaleigunni í síðustu viku. En það gerir svo sem ekkert til, ég átti hvort eð var eftir að gera við buxurnar af stráknum og úlpu stelpunnar. Nú, klukkan að vera hálfellefu. Hvar eru börnin? Hringja út um allt, fara út að leita, finna þau um klukkan ellefu í svartamyrkri, og eru tilvonandi unglingarnirþó bara 11 og 8 ára. Þau sofna yfir sjónvarpinu um tólfleytið. Þá varsá félagsskapur búinn, ég þarf þó ekki lengur að hlusta á þau kýta og rífast. Vinkonan hringir. Við erum að fara á ball, komdu með, þú ferð aldrei út, drífðu þig í gallann og komdu. Nei...Éger ein heima, HANN kemurá morgun. Ég get ekki skilið krakkana eftir eina. Ef þau vakna er eins víst að það séu draugar í öllum hornum hjá þeim og þá...almáttugur hjálpi mérl! Ég vil líka vera hress og óþreytt þegar HANN kemur á morgun. Ókey, heyrumst seinna, bæ. Já, bless, góða skemmtun. Ég hugsa mér gott til glóðarinar þegar HANN kemur heim. Laugardagur framundan. Horfi aðeins lengur ákassann, en hjálpi mér, ég ersvo óhemju syfjuð, klukkan að verða tvö, ég sem vaknaði klukkan sjö i morgun og alla morgna þar á undan. Skríð í rúmið. Laugardagur. HANN kemur heim í dag. En það ryk og drasl. Það hefur ekki veríð tekið til hendinni í heila viku. Það er svo gaman að hafa allt hreint og strokið þegar HANN kemur heim. HANN verður svo stoltur af litlu konunni sinni. Og þá þarfég ekki að eyða sunnudeginum á meðan HANN er heima, í að þrifa, skúra, þurrka af, þvo meiri þvott, brjóta saman, ryksjúga, þússa spegla og gler. HANN kemur heim klukkan sex. Klukkan fjögur hringir síminn. Já, halló? Nei, HANN kemur heim klukkan sex, get ég skilað einhverju til hans? Nei, nei, ég bara hringi aftur. Allt í lagi, bless. Bless. Svo klukkan hálffimm kemur...MAMMMA. Ó, sæl, en hvað það er gaman að sjá þig. Komdu inn, nei, nei, ég er ekkert upptekin. Krakkarnir? Þau eru út. Jú, HANN er að koma heim núna eftir hálftíma. Nei, nei, þú ertekkertað trufla. Ég keypti hvort eð er tvær flöskur af rauð- víni og óvenju stórt stykki af roastbeef. Nei, elsku mamma, ég veit að þú getur komið seinna, en HANN er nú einu sinni tengdasonur þinn, HANN hefur bara gaman af því að sjá þig. Bíddu bara hérna á meðan ég skýst og sæki HANN. Börnin....ég sem varbúin að lofa þeim að taka þau með að sækja HANN. Hundurinn skýst inn í bílinn. Börnin finnast hvergi. Eru einhvers staðar hjá óþekktum vinum. Ég þýt afstað, má ekki verða ofsein að sækja HANN. Bílarnir eru í beinni röð á bryggjunni. Þarna er kona HINS, og þarna er kona ÞESSA, já og þarna er HÚN, jú ég þekkiþærallar. ÞEIR hafa allir verið nógu lengi hjá HONUM til að ég þekki þær. Sól frægðar minnar skín nú. Veifa, vinka, brosa, vera smart og sæt. (Hvað skyldu þær nú hugsa um mig?) Hundurinn geng-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.