Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Side 72

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Side 72
Á STRÖNDINNI Á ferð um Snæfellsnesið, í nánd hins rómaða jökuls, er staldrað við í verstöðvunum. Úti fyrir ströndinni hafa lengi verið gjöful fiskimið og héðan hefur mikill auður verið sóttur í hafið fyrir þjóð- arbúið. í dag, laugardag í ágúst, er rólegt í slippnura, en á garð- inum útí Súgandisey eru bíl- ar í þéttri röð. Það er beðið eftir ferjunni yfir Breiðafjörð. Við Arnarstapa, sunnan á nesinu, er sjórinn stilltur og bátar í vari, en hvítmáfar önnum kafnir við að æfa iist- flugið. Það þarf að vera mikil þoka svo ekki sjáist frá Rifi, hinni gömlu verstöð, til Ólafsvíkur einum mesta útgerðarstað landsins. Haraldur Einarsson teiknaði myndirnar og samdi textann Á Þórsnesi yst er Stykkis- hólmur, einn elsti verslunar- staður landsins, vinna tengd sjónum hefur alltaf verið þýð- ingarmikil fyrir staðinn, en margt hefur breyst. Skelfisk- urinn er eftirsóttur og veitir mörgum vinnu. Rreyndar er stutt milli ver- stöðvanna þriggja á nesinu norðanverðu við Breiðafjörð, Rifs, Ólafsvíkur og Grundar- fiarðar (Grafarness), sem er gömul verslunarmiðstöð.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.