Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Page 89
HÆTTUSLÓÐUM
Jónas hóf störf á Jökulfellinu
í júní í fyrrasumar en ævintýra-
feröin til Persaflóa hófst í des-
ember. Þá haföi skipið legiö í
nokkurn tíma á Austfjörðum og
ekkert var vitað hvert þaö átti
að fara. En þá var Jökulfellið
sent til Hollands þar sem skip-
verjar fengu þær upplýsingar
að það ætti að lesta smjör og
fara með það til Sovétríkjanna.
„En það varð ekkert úr því,
heldur var okkur sagt að það
ætti að halda til Þýskalands til
að lesta matvæli sem áttu að
fara til Sádi-Arabíu. Síðan kom
náttúrlega í Ijós að það voru
engin matvæli heldur sprengjur
og skotvopn sem við áttum að
flýtja."
Sumir fóru heim
— Hvenær var ykkur sagt
hver hinn raunverulegi farmur
átti að vera?
„Þegar við vorum á leiðinni til
Emden í Þýskalandi var okkur
sagt að það væri kannski
hættulegur farmur sem við ætt-
um aö flytja. Þaö var breska
varnarmálaráðuneytið sem
hafði fengið Jökulfellið á leigu
frá Samskipum til að flytja
vopnin. Við fórum svo frá Em-
den í desember og leiðin lá
beint til Al Jubayl í Sádi-Ara-
bíu.“
Þegar skipstjórinn tilkynnti
skipsverjum hvaða farm þeir
ættu að flytja sagði hann þeim
jafnframt að ef þeir vildu ekki
fara með yrðu þeir lausir allra
mála og gætu farið frá borði og
heim. Það voru fjórir sem
ákváðu að gera það. Jónas
segir að það hafi ekki komið til
Qreina að hann færi frá boröi.
„Mér fannst það spennandi
aö eiga að fara að flytja vopn á
Þettasvæði. Þaövoru einhverj-
■r sem voru hræddir en ég varð
aldrei var við neina hræðslu hjá
mér.“
Tveir skoskir hermenn voru um
borð í Jökulfellinu frá því skot-
vopnin voru lestuð en þegar
skipið var komið á hættusvæði
voru herskip sem fylgdu því.
Stór sveigur var farinn þegar
siglt var framhjá Lýbíu og einn-
ig Suður-Jemen. Þegar komið
var inn á Persaflóann var tekið
beint strik á Al Jubayl sem er
nokkurn veginn fyrir miðjum
flóa. Jökulfellið lagðist að
bryggju daginn áður en styrj-
öldin braust út.
Eins og að lenda í
miðri bíómynd
„Það var farið beint að
bryggju og við stoppuðum í sól-
arhring meðan losað var. Það
kom urmull af breskum her-
mönnum til að losa farminn.
Mér fannst þetta rosalega
gaman. Að lenda á þessu
svæði á hættutímum var eins
og að lenda í miðri bíómynd. En
það fannst ekki öllum þetta
skemmtilegt. Ég held að eina
hættan sem við hefðum getað
verið í, hafi verið að lenda á
tundurduflum. Að öðru leyti var
skipið svo vel varið."
Skipverjarnir máttu ekki fara
í land í Al Jubayl. Þeim var hald-
ið í skipinu fyrir utan að þeir
máttu aðeins viðra sig á
bryggjusporðinum. Jónas segir
að mjög mikil spenna hafi verið
Á kassana eru prentuð
varnaðarorð, þar sem
bannað er að stafla
kössunum í nánd við
sprengjur, enda eru þeir
fullir af hvellhettum, til
að tendra sprengjurnar.
En hér sést að þeir sem
hlóðu skipið létu sér í
léttu rúmi liggja hvort
skipið kæmist heilt í
höfn eða spryngi í loft
upp á leiðinni, og stöfl-
uðu kössunum fast upp
við sprengjurnar.
VÍKINGUR 89