Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Page 92

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Page 92
ÞETTA VAR SPENNANDI ■ ■ ■ Á langri siglingu er gott aö hafa eitthvað til að fást viö á frívaktinni. Jónas hefur safnað að sér þrekæfingatækjum og notar þau óspart. Mótsögn. Friðsæl stund í lauginni og vígvélar alit um kring. 92 VÍKINGUR spennandi. En þetta var bæöi skemmtilegt og leiðinlegt. Kannski áttar maður sig ekki alveg á hvað þetta var sem við vorum að flytja. Ef það hefði lent á okkur sprengja hefði skipið sprungið í frumeindir sín- ar. En samt, þetta var spenn- andi. Ég held að ég kunni betur að meta lífið hérna heima eftir þetta. Að koma hingað þar sem engin vopn eru og ekkert stríð, þá sér maður hvað maður hef- ur það gott. Það var eitt sem mér fannst mjög óþægilegt úti í Al Jubayl. Þessir tveir skosku hermenn sem fylgdu okkur áttu að fara heim til sín eftir það og það var búið að lofa þeim því. Bara að sigla með okkur og fara heim í frí. En þegar hafnsögumaður- inn kom um borð í Al Jubayl var herforingi með honum sem sagði þeim að drífa sig í gall- ana. Það átti að senda þá beint út í eyðimörkina. Við fengum ekki einu sinni að kveðja þá. Þetta atvik fannst mér óþægi- legt.“ Þótt Persaflóaferðin hafi verið Jónasi mikil og jafnvel skemmtileg reynsla, segist hann ekki tilbúinn í annan svona túr. Altént ekki strax og sérstaklega ekki svona langan.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.