Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Side 7
Sjómannablaðið Víkingur fékk
fyrrnefnda tvo forustumenn í
viðtal, ásamt Kristni Péturssyni, sem
er einn áhugamannanna um nýja sjáv-
arútvegsstefnu. Stemmningin í viðtal-
inu er lífleg, svolítið gamansöm á köfl-
unt, en fyrst og fremst einkennist hún
af geislandi áhuga viðmælendanna á
umræðuefninu. Rétt er að geta jiess að
þeir tala ekki í nafni félagsins í þessu
viðtali, heldur eru þeir að lýsa Jreim
persónulegu viðhorfum sínum sem
urðu til Jress að Jreim finnst nauðsyn á
að skipuleggja andstöðuna við ríkj-
andi sjávarútvegsstefnu.
Árið þegar menn hættu að
hugsa
— Hvert er markmiðið með stofnun
þessa nýja félagsskapar?
Árni: Eigunr við ekki bara að segja að
Jrað sé að hræra upp í þessu. Nei, í
alvöru talað eru markmiðin þau, eins
og nafnið gefur til kynna, að vinna að
því að hér verði tekin upp ný sjávar-
útvegsstefna. Fyrsta markmiðið varð-
ar frjálsa framsalið í núgildandi lög-
um. Það er höfuðatriði fyrir okkur að
afnema sölu mannréttinda, sölu at-
vinnuréttinda og samþjöppun valds
og peninga sent við teljum að standist
engan veginn, hvorki stjórnarskrá, lög
né eitt eða neitt á þessu blessaða landi.
Það sýnir sig að það er að verða þvílík
ólga vegna þessa að það er orðið alveg
tímabært að fá einhvern farveg, Jrar
sem rnenn geta safnast saman til Jress
að fá þessu breytt.
Kristinn: Markmið okkar er að ljúka
forvinnu, ákveðinni forvinnu sem var
aldrei lokið hér um árið. Eins og nú-
verandi formaðurFramsóknarflokks-
ins sagði í viðtali \ ið Mannlíf þá hættu
menn að hugsa hér um árið og
rubbuðu þessu af.
— Hvaða ár var það? Hvenær var það
sem menn hættu að hugsa?
Kristinn: Það var árið sem þetta of-
beldiskerfi var sett á í upphafi.
—Áttu við kvótakerfið?
Kristinn: Já, ég á við það. Svo þekki ég
það sjálfur að Jtað var hætt að hugsa á
Aljtingi vorið 1990 Jregar núverandi
lög voru samjDykkt; þegar lá svo ntikið
Nótin tekin um borð í Júpiter, eitt þeirra
skipa sem Hrólfur Gunnarsson hefur
stjórnað á lífsleiðinni.
á að láta Halldór hafa þessi lög. Jó-
hanna átti að fá húsbréf ogjúlíus stól-
inn í umhverfisráðuneytinu. Það lá
svo rnikið á að rubba þessu af að mál-
efnaleg vinna í jressu máli var stöðvuð.
Árni: Þú sasl nú á þingi þá Kristinn.
Kristinn: Eg krafðist þess þá munn-
lega og skriflega að það færi fram sér-
stök lögfræðileg úttekt á tveimur
greinum stjórnarskrárinnar sem Jaetta
snertir mest, 69. greininni um at-
vinnufrelsi og 67. greininni um eigna-
rétt og jafnréttisreglu. En sú vinna
sem þá hófst var rétt að byrja; álit kont
fráLagastofnun Háskóla Islands en
Jtað var ekki einu sinni lesið. Löggjaf-
inn riiddi þessum lögum út úr þinginu
án Jjcss að þessi grundvallaratriði
væru skoðuð. Sem er auðvitað meiri
háttar afglöp og Aljnngi til skammar.
7