Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Blaðsíða 10
V í K I N G núna að segja okkur að Hafrann- sóknastofnun hafi gefið ráðamönn- um rangarupplýsingar? Hrólfur: Já, ég held því alveg hiklaust fram að Hafrannsóknastofnun sé ekki í stakk búin til þess að gefa þær ábend- ingar sem bún hefur gert á undan- förnu árum. — Stór orð. Hvað liggur að baki þeim? Hrólfur: Já. Berum saman tvær vís- indagreinar, annars vegar læknavís- indin, sem eru kannski fjögur til Fimm þúsund ára gömtd, og hins vegar fiski- fræðina sem er ekki ekki orðin aldar- gömul. Hvað færðu oft rétta sjúk- dóntsgreiningu þegar þú ferð til lækn- is? Ég hef sjaldan, í þau skipti sem ég hef farið til læknis, fengið rétta sjúk- dómsgreiningu. Ég held að það sé ósköp svipað með fiskifræðingana, greiningar þeirra á stofnstærð fisks geta verið álíka vitlausar, í mörgum tilfellum. — Telur þú að niðurstöður mælinga þeirra séu ekki marktækar? Hrólfur: Já, að mínu viti eru þær al- gjörlega ómarktækar. —Grundvöllurinn að þessu öllusam- an er yfirlýstur tilgangur stofnunar- innar í nær tvo áratugi að rækta nytj- astofnana okkar í hafinu. Samkvæmt mælingum hennar hefur þessum stofnum hrakað jafnt og stöðugt á sama tíma. Hvað er rétt og hvað er rangt í dæminu? Brást ræktunin svo mjög að jaðrar við hrun, eða eru mæl- ingarnar rangar hjá þeim? Eru stofn- arnir ef til vill ekki eins illa komnir og mælingarnar gefa til kynna? Hrólfur: Það er nú kannski erfitt að svara því nákvæmlega, en ég held að það sem þeir flaska mest á sé að þeir halda að þeir geti dregið einhverja ákveðna línu upp á við í uppeldi ein- hvers ákveðins fiskstofns, eins og þeir eru að gera með þorskstofninn núna. Hann átti að fara upp en þvert á móti fer hann niður. Það er eins og þeir geti ekki tekið náttúrulegar sveiflur, sem geta haft áhrif á niðurstöðuna, með í dæmið. Þá hiýtur að vera eitthvað mik- ið að þegar verið er að ala upp, ef það fer í öfuga átt. Tvær kenningar um nýliðun en hvorug í notkun hjá Hafró — Ertu að segja að þeir hafi sett fram ranga kenningu um uppeldið? U R „Það er engin kenning til um það að hægt sé að byggja upp fiskstofna með ofbeldisaðgerðum.“ Hrólfur: Já, það held ég. — Hver er rétta kenningin? Hrólfur: Ja, þeirri spurningu verður ekki svarað því um þetta verður þú að spyrja náttúruna. Kristinn: Það er engin kenning til um það sem verið er að gera, það er sá hroðalegasti sannleikur sem í þessu er. — Áttu við að Hafrannsókn hafi ekki kenningu til að vinna eftir? Kristinn: Það er engin kenning til um það að hægt sé að byggja upp fisk- stofna með ofbeldisaðgerðum. Það hefur hvergi í veröldinni verið vís- indalega sannað. Það eru til tvær kenningar sem mér er kunnugt unt. Önnur, sú sem er kennd við Beverton og Holt, segir að á meðan hrygningar- stofninn er að ná ákveðinni stærð, þá vex nýliðunin upp að vissu marki. Síð- an hættir hún að vaxa. Hin kenningin, sem er kennd við Rickers, er byggð á línuriti um nýliðun heimskautaþorsks, sem var gert samkvæmt rannsóknum við Noreg 1967. Þetta línurit birtist nýlega í Sjómannablaðinu Víkingi og sýnir að nýliðunin versnar einmitt þegar hrygningarstofninn verður of stór. Þetta eru þær tvær kenningar sem mér er kunnugt um að séu til. Hvorug jteirra gerir ráð fyrir ávinningi af að hafa hrygningarstofnana stóra og önnur segir það vera beinlínis til skaða. Hvers vegna er þá verið að fara í þessar ofbeldisaðgerðir til að reyna að þvinga upp stækkun stofna þegar bæði vísindakenningarnar, sem ég vitna hér í, og töflur Hafrannsókna- stofnunar gefa til kynna að stækkun stofna skerði nýliðun? Menntun reynslunnar gegn langskólagöngu — Þið sem standið að þessari félags- stofnun eruð ekki langskólagengnir menn. Eftir því sem ég best veit er enginn líffræðingur eða fiskifræð- ingur í ykkar hópi. Kristinn: Besta sérfræðigreinin sem ég þekki er alntenn skynsemi. — Er það ekki svolítið mikið í fang færst hjá ykkur að ætla að segja Haf- rannsóknastofnun til? Kristinn: Það þurfti nú ekki nema einn mann á reiðhjóli til að breyta dómskerfinu. Árni: Ég hef nú fylgst með þeirn Hrólfi og Kristni og ég er að miklu leyti sammála þeim. Ég bendi á að Hrólfur Gunnarsson er einn elsti skip- stjóri hér við land og vel þekktur. Þessi maður er búinn að sigla í kringum ís- land á öllum mögulegum veiðum síð- an 1956. Hann er búinn að fá saman- burð frá ári til árs, hann hefur náð góðum árangri sent fiskimaður. Ég mundi segja að þessi maður hefði alveg jafnmikla menntun á þessu sviði og langskólagenginn háskólamaður. Eg er ekkert að gera lítið úr kenning- um og fræðum háskólamanna, en mér fínnst, og ég hef af þvf reynslu frá öðrum löndum og öðrum heimsálfum jafnvel, að til sé sú hugsun að fiski- menn séu fyrst og fremst veiðibrjálað- ir ofstopamenn sem byggi ekki á nein- umvísindum. En ég vil svara því til og leggja á það áherslu að menntun hlýtur líka að fel- ast í reynslu. Maður getur setið á skólabekk í mörg mörg ár en mennt- unin verður ekki fullkomin fyrr en maður færir hana út í hið daglega líf. Þegar sjómenn gera athugasemdir við störf langskólagengnu ntannanna eru þær yfirleitt kveðnar strax niður, en þó finnst ntér að upp á síðkastið hafi þar orðið breyting á til batnaðar. Ég vi! líka nefna að menn frá Háskól- anum eru farnir að viðurkenna að ein- hver göt séu í þessu öllu, og við vitum hvernig er með loðnumælingarnar. Nýjustu fréttir frá Noregi eru þær að þar gangi fiskifræðingar með veggjunt þessa dagana, vegna þess að eftir margra ára þref urn þorskstofninn þar og stærð hans hafí þeir nú orðið að viðurkenna að fiskimennirnir höfðu að miklu leyti rétt fyrir sér og nú er húið að auka veiðiheimildir þar. Segir það nú ekki eitthvað? Hrólfur: Ég mundi nú kannski vilja- bæta því við í sambandi við loðnuna að á henni hafi engin mæling tekist full- konrlega, allt frá því að þeir byrjuðu að reyna að mæla stofnstærð hennar. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.