Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Síða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Síða 12
V í K I N G U R Efla vísindin alla dáð? — Þiðtaliðum loðnumælingarogár- angur þeirra. Helsti fræðingur Haf- rannsóknastofnunar í því efni, Hjálmar Vilhjálmsson, hefur látið hafa eftir sér á prenti athugasemda- laust að stofnmælingin á loðnu frá 1989, sem var lögð til grundvallar veiðiheimildum á síðustu loðnuver- tíð, hafi greinilega mistekist. Orðrétt bætti hann svo við: „ Hinsvegar hef ég ekkert fundið í mínum gögnum sem bendir á hvað hafi farið úrskeiðis í mælingum okkar og það ergir mig að sjá ekki í hverju mistökin fólust“. Hvað segir þetta ykkur? Árni: Ég skal svara fyrir mig, nrjög stutt. Það er til málsháttur á íslensku sem segir; vísindin efla alla dáð. Ég vil setja spurningarmerki við þetta, sér- staklega útfrá þessari yfirlýsingu- Hjálmars, og spyrja; efla vísindin alla dáð? Kristinn: Mér fínnst Hjálmar vera að því leyti betri en margir aðrir af þess- um mönnum að hann er þó að viður- kenna að það sé eitthvað að. Hann má fá hrós fyrir það, hann fær plús hjá mér fyrir að vera þetta opinskár. Mér finnst að fleiri af þessum mönnum hjá Hafrannsóknastofnun eigi að opna sig og tala um þessa hluti eins og þeir séu heima hjá sér en ekki að vera alltaf með þennan feluleik. Ég skil ekki þennan feluleik. Mér finnst líka rétt að minna á að það eru til fræðimenn hér á landi og annarsstaðar í heiminum, fiskifræðingar, líffræðingar og aðrir, sem vöruðu við því 1983 að þetta mundi gerast sem nú er að koma fram, að það væri ekki hægt, líffræðilega, að þvinga upp stækkun fiskstofna með ofbeldisaðgerðum. Þessir fræðimenn hafa aldrei fengið að komast í opin- bera umfjöllun, þeir hafa aldrei fengið athygli fjölmiðla og fjölmiðlar, nema Sjómannablaðið Víkingur, hafa ekki gert neitt til þess að lofa þessummönn- um að tjá sig. Það finnst mér vera stór- kostlega alvarlegt, því þetta er svo stórt og mikið hagsmunamál, þetta er stærsta hagsmunamál íslensku þjóðar- innar og þess vegna á að opna þessa umræðu. Þegar ofbeldiskerfið var búið til Sjálfur hef ég verið að grúska í skýrslum Hafrannsóknastofnunar í fjögur ár. Niðurstaða mín eftir það grúsk, og að hafa sett upp á eigin ábyrgð töflurnar um nýliðun og stofn- stærð, er sú að allsstaðar sé neikvæð svörun við því að safna fiski í sjóinn, nýliðunin versnar um leið og viðkom- andi stofn stækkar. Tökum þorskinn sem dæmi. Hvaða árgangar eru það sem verið er að veiða núna á þessari vertíð? Það eru árgang- arnir ’83 og ’84 sem urðu til þegar þorskstofninn var í lágmarki. Þegar ofbeldiskerfið var búið til. Þegar þorskstofninn fer niður í lág- mark ’83 og ’84, skilar hann af sér svo svakalega sterkri nýliðun að það er- hægt að auka veiðina 1986, 1987 og alveg fram til 1990. Það hefði bara átt að veiða meira, vegna þess að þegar stofninn stækkaði, þá hrundi nýliðun- in niður aftur. Það átti aldrei að leyfa stofninum að verða þetta stór. Það hefði átt að veiða þennan fisk, þá hefði nýliðunin orðið betri. Samkvæmt gögnum Hafrannsóknastofnunar er þetta bara svona. Þetta er þó alveg öfugt við það sem þeir segja. Þetta eru þeirra eigin gögn 12

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.