Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Page 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Page 16
V í K I N G U R Kristinn: Það væri gott að friða ein- hverja Jitla hrygningarfbletti, mjög litla að mínu mati, í samráði við heima- menn á hverjum stað á íslandi. En þessar ógurlega stóru hugmyndir, sem núna eru uppi um friðun á stór- um svæðum, eru fáránlegt rugl. Það eru engar vísindalegar kenningar eða staðreyndir til um að það hafi tekist að byggja upp fiskstofna nteð svo rosa- legri friðun. Þetta er botnlaus vitleysa og að mínu mati af sama stofni og sú árátta Grænfriðunga að friða lival. Eg neita að kalla þessa menn fræðimenn þótt þeir séu eitthvað meira lesnir en aðrir, ég vil kalla þá fiskfriðunarsinna. Ég neita því að þeir eigi að komast upp með að friða og friða meira og nteira, með allt niðrum sig og ekkert hald- reipi í kenningum eða reynslu. Þeir verða að snúa af þeirri stefnu að hræða sjómenn og heilaþvo þjóðina með því að sjómenn séu sökudólgar í ofveiði, þegar gögnin þeirra segja annað og þegar engar vísindalegar niðurstöður eru til um að þetta sé rétt. Þetta er allt saman á íslensku sjó- mannamáli haugalygi. Svo þykjast þessir sérfræðingar hafa reiknað út að sóknin í smáþorsk sé meiri nú en hún var þá. Hrólfur; Já, ég er nú ekki endilega sammála því að það þurfi að vera með einhverja sérstaka fiskfriðun. Eg hef nú mínar ákveðnu skoðanir á þeim málum. En ég vil láta fara fram mjög gagngerar rannsóknir á því hvaða veiðarfæri fara verst með lífríkið eða botninn. Þetta er hægt að skoða allt saman með myndavélum. Það hefur ekki nein viðhlítandi tannsókn farið fram á því, en samt er verið að banna hin og þessi veiðarfæri, kannski ein- faldlega vegna þess að þau skila of miklum afla. Þetta er mesta heimska. Það eru oft arðbærustu veiðarfærin sem hafa verið bönnuð, en það veit enginn hvað þau hafa eyðilagt. Það þarf aðfara fram víðtæk rannsókn á þessu atriði, áður en farið er að tala um verndun hrygningarstöðva. Helber della — Það er gjarnan fullyrt að sóknin sé of mikil. Getið þið frætt okkur hina, sem ekki kunnum á því skil; hvað er sókn og hvernig er hún mæld? Hrólfur: Eg veit nú ekki hvernig sókn- in er mæld, en ég held að hún sé reikn- uð út frá afla á togtíma. En hvað veiði- þolið áhrærir, þá má kannski segja að ef öllum íslenska flotanum er ein- göngu beitt í þorsk og öllu öðru hent fyrir borð, þá getur verið að hægt sé að ganga svo nærri stofninum að hann minnki eitthvað. En það er aldrei hægt að minnka hann svo mikið að hann rétti ekki við aftur. — Ein fullyrðing sem oft heyrist er sú að við eigum svo stóran og vel búinn fiskiskipaflota að ef við slepp- um honum lausum á fiskveiðilögsög- una okkar þá hreinsi hann upp allt líf á skömmum tíma. Kannski vikum, kannski mánuðum. Hvað hafið þið um þetta að segja? FISKUPPBOD Virka daga kl. 07:30. Höfum bæði kör og kassa. Veitum allar upplýsingar um þjónustu viö báta. Sendum viðskiptavinum okkar bestu kveðju á sjómanndaginn. Þökkum viðskiptin. Hafnarskeið 6, 815 Þorlákshöfn, © og símsvari á kvöldin 98-33402, Fax 98-33408

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.