Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Side 17
ÉGÆTLA EKKI AÐ NEGLA
Hrólfur: Ég segi að þetta sé bara hel-
ber della. Ég vil nú bara segja það að
við ættum að skoða söguna aftur fyrir
útfærslu landhelginnar í 50 mílur. Ég
var einn af þeini tvöhundruðmenn-
ingum sem skrifuðu undir það plagg.
Ég leit þá fram á bjarta framtíð, að við
fengjum að veiða hér í friði á næstu
áratugum ogjafnvel öldum. En hvað
gerðist? Þegar búið var að losa okkur
við þúsundir fiskimanna af miðunum,
þá fyrst kom til þess að við þyrftum að
fara að vernda og friða. Það var ein-
kennilegt að ekki skyldi þurfa að gera
það áður.
— Þú átt við útlendingana?
Hrólfur: Útlendingana já, það var
enginn sntáræðis floti. Útlendingarnir
sem alltaf sóttu í smáfiskinn. Aldrei
annað en smáfisk.
— Eru einhversstaðar til tölur um
hve mörg fiskiskip og hve margir
fiskimenn voru þá hreinsuð af mið-
unum?
Hrólfur: Eg ætla að leyfa mér aðsegja
að þeir hljóti að hafa verið feikilega
margir. Á fímmtándu öld var nánast
stríð á milli Þjóðverja og Englendinga
um hvorir þeirra ættu að fá að nýta
þessi mið. Þá hljóta að hafa verið
margir fiskimenn að veiðum, úr því að
þeir töldu að miðin mundu ekki duga
nema fyrir aðra þjóðina.
— En bara síðustu árin, frá seinna
stríði og fram að friðun. Vitið þið um
stærð þess flota útlendinga sem þá
sótti á íslensk mið?
Hrólfur: Nei, ég er ekki með það
handbært, en ég veit að það var alveg
geysilegur fjöldi hérna.
Um möskva, útlendinga og
hávaða
Árni: Kristinn, þú hefur bent á
möskvastærð og annað sem þú segir að
spili inní.
Kristinn: Möskvinn í dag er með 200
prósent stærra flatarmál heldur en
möskvinn var hjá þessum mönnum.
Þessir menn voru miklu nær landi.
Þetta voru mörg hundruð erlendir
togarar með möskva í botnvörpu
semvar einn þriðji af möskvanum í
dag. Þeir voru hér á uppeldisslóðun-
um eins og sumir fræðimenn hafa
kallað slóðina fyrir Norður- og Aust-
urlandi. Svo þykjast þessir sérfræð-
ingar hafa reiknað út að sóknin í smá-
þorsk sé meiri nú en hún var þá.
Ég horfði á það 1975, um haustið,
þegar síðustu Bretarnir voru reknir
út, ég horfði á okkur losna við þá af
miðunum. Ég hélt að nú væri röðin
komin að okkur og ég segi eins og
Hrólfur: Loksins losnuðum við við þá
og nú gat maður búið hér í friði og
fengið nógan fisk.
Örfáum árum seinna byrjaði of-
beldið og í dag má ég ekki fara á sjó og
börnin mín mega heldur ekki fara á
sjó. Hvar erum við eiginlega staddir í
ruglinu? Þetta voru ntörg hundruð er-
lendir togarar.
Ég vil líka minna á að engar rann-
sóknir hafa verið gerðar á því hvaða
áhrif þessi hrikalegi hávaði, sem er frá
veiðiskipum nútímans, hefur á veið-
ina. Ég vil að menn fari að hugsa um
það að það heyrðist voðalega lítiðí
göntlu gufutogurunum. Hvalbátarnir
eru reknir með gufuvélum \’egna þess
að það heyrist lítið í þeim. Þessir
Réttumegin
við strikið með
Reglubundnum
sparnaði
1*/ Hegluljundinn
/• spamaður
Reglubundinn sparnaöur -
RS - er einfalt og sveigjan-
legtsparnaðarkerfisem
hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að vera réttu megin
við strikið i fjármálum. Ávinningurinn er margfaldur: Þú
eignast sparifé og ávaxtar það með öruggum og arðbærum
hætti, átt greiðari aðgang aó lánsfé, kemst í hóp bestu
viðskiptavina bankans og nærð betri tökum á fjármálum
þínum en nokkru sinni fyrr. Allt sem til þarf er að semja við
bankann um að millifæra ákveðna upphæð
reglulega inn á Grunn, Landsbók, Kjörbók
eða Spariveltu sem saman mynda RS.
Við inngöngu í RS
færðu þægilega
fjárhagsáætlunar-
möppu fyrir heimilið
ogfjölskylduna.
L
Landsbanki
íslands
Bankl allra landsmanna
Allar nánari upplýsingar fást í ítarlegum bæklingi sem liggur frammi í næstu afgreidslu Landsbankans