Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Síða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Síða 23
drætti hafa sýnt að búrar frá suður- hveli og norðurhveli eigi svo margt sameiginlegt að hér hljóti að vera um sömu tegund að ræða. Svæðið vestur af Bretlandseyjum er það eina sem hefur eitthvað verið rannsakað í Atlantshafi (myndir 4 og 5). Skotar og Þjóðverjar stunduðu þar rannsóknir á áttunda og níunda ára- tugnum. í einni af skosku rannsókn- unum var notað botntroll og veitt var á 400 - 2900 m dýpi og eins flottroll allt niður á 2500 metradýpi. Þjóðverjar notuðu hins vegar eingöngu botntroll, en þeir skiptu sínum rannsóknum nið- ur á allt árið. Utbreiðsla annarra teg- unda var einnig könnuð í þessum leiðöngrum. Vitneskja okkar um búra í Norður-Atlantshafi er þannig ein- skorðuð við áðurnefnd svæði. Upplýs- ingar um þessa tegund á öðrum haf- svæðum hefur einungis fengist þegar hann hefur veiðst af tilviljun. Það ætti því að vera mögulegt að uppgötva ný svæði í Atlantshafi þar sent búrinn væri í veiðanlegu magni. Búrinn finnst við og yfir botni í bröttum hlíðum í landgrunnshalla, en er einnig að fínna uppi í sjó utan hall- ans. Skv. fræðiritum sem varða Atl- antshaf er búrinn þéttastur á 1000- 1250 m dýpi. Þekkt er frá Nýja—Sjá- landi að fiskurinn liggur oftast alveg á landgrunnsbrúninni. Á 1000-1200 m dýpi vestur af Bret- landseyjum er hitastigið 5,0-7,5 gráð- ur eftir árstíma. Svo virðist sem búran- um henti best að hitastigið sé 7,5 stig eða kaldara. Mælingar semnorskir sjó- menn hafa gert við Nýja-Sjáland sýna að hitinn á 950 m dýpi er 5,5-6,5 gráð- ur. „Orange roughy“ lifir á krabbadýr- um, aðallega ljósátu og rækju. Veiðar Árleg heildarveiði af „Orange roug- hy“ var 40.000-50.000 tonn tímabilið 1983-1989. Allur aflinn kemur af svæðinu við Ástralíu og Nýja—Sjáland og um 90% aflans eru veidd af Nýsjá- lendingum. Engar tölur eru til um afla úr Atl- antshafi en framundir 1989 hafa ein- ungis veiðst smáslattar. Þó er vitað um þýskan skuttogara sem fékk 70 tonn af búra árið 1979 á svæðinu við Rockall þegar hann var þar á blálönguveiðum. Þetta var í miðjum marsmánuði og fiskurinn var með vel þroskuð hrogn. Hið dæmigerða frá Atlantshafi er að afli hefur verið mjög mismunandi, frá engu upp í 20 tonn í hali. Þýsku rann- sóknaskipin fengu allt að 1,1 tonni á klukkutíma. Meira en 50 kg á togtíma hafafengist á Rosemary og Porcupine bönkunum, svo og utan við Flannan. Lítið hefur fengist í Biscayaflóa. Vorið 1991 hófu Frakkar búraveiðar á Rockall-Porcupine svæðinu og notuðu botntroll. Talað er um að 5-6 skip frá Boulogne hafi stundað þessar og aðr- ar veiðar. Óvissar upplýsingar eru um afla en trúlega var hann 100-200 tonn 1991. íslenskur togari veiddi einnig 50 tonn af búra (veiðistaður óþekktur), afli var breytilegur en fiskurinn nokk- uð stærri en veiðst hafði annars staðar. Islenski búrinn er kallaður H. island- icus Kotthaus 1952, en of lítið er vitað un þennan fisk til að hægt sé að slá föstu að hann sé sérstök tegund. Allur búri sem veiðst hefur í Atl- antshafi hefur fengist í troll, fyrst og fremst botntroll, en einnig mætti reyna að veiða hann á línu, því það Þvíekki SKIPAL YFTAN HF. Berðu okkur saman við það besta sem þú þekkir. SKIPALYFTAN HF. VESTMANNAEYJUM SÍMI 98-11490 FAX 98-11493

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.