Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Blaðsíða 23
drætti hafa sýnt að búrar frá suður- hveli og norðurhveli eigi svo margt sameiginlegt að hér hljóti að vera um sömu tegund að ræða. Svæðið vestur af Bretlandseyjum er það eina sem hefur eitthvað verið rannsakað í Atlantshafi (myndir 4 og 5). Skotar og Þjóðverjar stunduðu þar rannsóknir á áttunda og níunda ára- tugnum. í einni af skosku rannsókn- unum var notað botntroll og veitt var á 400 - 2900 m dýpi og eins flottroll allt niður á 2500 metradýpi. Þjóðverjar notuðu hins vegar eingöngu botntroll, en þeir skiptu sínum rannsóknum nið- ur á allt árið. Utbreiðsla annarra teg- unda var einnig könnuð í þessum leiðöngrum. Vitneskja okkar um búra í Norður-Atlantshafi er þannig ein- skorðuð við áðurnefnd svæði. Upplýs- ingar um þessa tegund á öðrum haf- svæðum hefur einungis fengist þegar hann hefur veiðst af tilviljun. Það ætti því að vera mögulegt að uppgötva ný svæði í Atlantshafi þar sent búrinn væri í veiðanlegu magni. Búrinn finnst við og yfir botni í bröttum hlíðum í landgrunnshalla, en er einnig að fínna uppi í sjó utan hall- ans. Skv. fræðiritum sem varða Atl- antshaf er búrinn þéttastur á 1000- 1250 m dýpi. Þekkt er frá Nýja—Sjá- landi að fiskurinn liggur oftast alveg á landgrunnsbrúninni. Á 1000-1200 m dýpi vestur af Bret- landseyjum er hitastigið 5,0-7,5 gráð- ur eftir árstíma. Svo virðist sem búran- um henti best að hitastigið sé 7,5 stig eða kaldara. Mælingar semnorskir sjó- menn hafa gert við Nýja-Sjáland sýna að hitinn á 950 m dýpi er 5,5-6,5 gráð- ur. „Orange roughy“ lifir á krabbadýr- um, aðallega ljósátu og rækju. Veiðar Árleg heildarveiði af „Orange roug- hy“ var 40.000-50.000 tonn tímabilið 1983-1989. Allur aflinn kemur af svæðinu við Ástralíu og Nýja—Sjáland og um 90% aflans eru veidd af Nýsjá- lendingum. Engar tölur eru til um afla úr Atl- antshafi en framundir 1989 hafa ein- ungis veiðst smáslattar. Þó er vitað um þýskan skuttogara sem fékk 70 tonn af búra árið 1979 á svæðinu við Rockall þegar hann var þar á blálönguveiðum. Þetta var í miðjum marsmánuði og fiskurinn var með vel þroskuð hrogn. Hið dæmigerða frá Atlantshafi er að afli hefur verið mjög mismunandi, frá engu upp í 20 tonn í hali. Þýsku rann- sóknaskipin fengu allt að 1,1 tonni á klukkutíma. Meira en 50 kg á togtíma hafafengist á Rosemary og Porcupine bönkunum, svo og utan við Flannan. Lítið hefur fengist í Biscayaflóa. Vorið 1991 hófu Frakkar búraveiðar á Rockall-Porcupine svæðinu og notuðu botntroll. Talað er um að 5-6 skip frá Boulogne hafi stundað þessar og aðr- ar veiðar. Óvissar upplýsingar eru um afla en trúlega var hann 100-200 tonn 1991. íslenskur togari veiddi einnig 50 tonn af búra (veiðistaður óþekktur), afli var breytilegur en fiskurinn nokk- uð stærri en veiðst hafði annars staðar. Islenski búrinn er kallaður H. island- icus Kotthaus 1952, en of lítið er vitað un þennan fisk til að hægt sé að slá föstu að hann sé sérstök tegund. Allur búri sem veiðst hefur í Atl- antshafi hefur fengist í troll, fyrst og fremst botntroll, en einnig mætti reyna að veiða hann á línu, því það Þvíekki SKIPAL YFTAN HF. Berðu okkur saman við það besta sem þú þekkir. SKIPALYFTAN HF. VESTMANNAEYJUM SÍMI 98-11490 FAX 98-11493
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.