Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Blaðsíða 26
V í K I N G U R ■■^■■■■■^B NÚGETÉG UM RANNSÓKNIR Á VAN- NÝTTUM FISKTEGUNDUM Nýlega bárust fréttir um að Hafrannsóknastofnun hefði gert ácetlun um rannsóknir á vannýttum fiskstofnum og haft var eftir fostjóranum ífréttinni að stofnunina skorti bceði mannafla ogfé til að framkvæma verkefnið. Mann rekur í rogastans. Halda hefði mátt að eftir áratuga rannsóknir vissi stofnunin ýmislegt um lífið í hafinu umhverfis landið. ■ En það er ekki fyrr en togarar eru farnir að fá risahöl af búra og franskmenn farnir að moka upp blálöngu við bæjardyr okkar að Hafró segir: Nú viljum við fara að rannsaka vannýttar fisktegundir. Stofnun sem búin er að skrúfa niður afla á hefð- bundnum fiski og þvinga þannig menn til að róa á önnur mið er að fara fram á meiri peninga frá þolendum gerða sinna til aukinnar útþenslu og til þess að framkvæma rannsóknir sem þeir hafa trassað aðgera! Þetta er sein- heppið svo ekki sé meira sagt. Hvers vegna hefur stofnunin ekki sinnt þessum málum fyrr? Rök um að þeir séu í vísindarannsóknum og eigi ekki að stunda fiskileit duga ekki því stofnunin er að fara fram á fé til þess að stunda fiskileit, þ. e. rannsóknir á vannýttum tegundum. Af hverju var ekki löngu byrjað á svona rannsókn- um til þess að meiri vitneskja lægi fyrir þegar hennar væri þörf? Er það vegna þess að stofnunin hefur verið svo upp- tekin við að reikna niður þorskstofn- inn og verja rangar nýtingaraðferðir á honum? Forstjóri Hafró sagði að þetta væri verkefni af svipaðri stærðargráðu og togararallið margfræga. Rallið er dýrasta rannsóknaverkefni sem fram- kvæmt hefur verið í sjávarlíffræði hér við land en árangur þess hefur enn ekki verið gerður upp, enda gæti slíkt uppgjör verið óþægilegt vegna þess hve verkefnið hefur reynst dýrt. Frægt er að þegar búið var aðsemja við EB-ríkin um að þau mættu veiða langhala hér við land, þá fengu þau veiðiheimildunum breytt í karfa vegna þess að ekkert lá fyrir um að langhali væri í veiðanlegu magni hér við land! í skýrslu sem Rannsóknaráð ríkisins gaf út 1975, um framtíð sjávarútvegs á Islandi fram til 1980, sagði orðrétt: „Ekki mun þó langt frá því að áætla að afrakstursgeta rækjustofna á ís- landsmiðum sé í námunda við 5-6 þús. tonn á ári, en hafa verður í huga að ný rækjumið eru e.t.v. ófundin enn og gæti því orðið um talsvert hærri tölu að ræða“. Hvað gerðist svo? Hafrannsókn fann enga rækju. íslenskir útgerðar- menn og sjómenn fóru að veiða út- hafsrækju og rækjuafli fór í rúm 38 þúsund tonn 1987 en það ár þótti nauðsynlegt að setja kvóta á úthafs- rækju — samkvæmt tillögum Hafróað sjálfsögðu. Á sama tíma voru menn þar á bæ að reikna út að þorskstofninn einn æti tugi þúsunda tonn af rækju á mánuði! Dýr maturþað. Hvað með úthafskarfann? Á þessari stundu eru togarar að háfa upp ógrynni af karfa suður á Reykjanes- hrygg. Ekki er nema um ár síðan karfasérfræðingur Hafró sagði að mun meira væri af karfa en menn hefðu áður haldið og, merkilegt nokk, hann sæist á dýptarmælum! Ég hrökk hálfpartinn við þegar ég heyrði þetta síðasta, en annars er maður mest hætt- ur að hrökkva við. Hvað er annars vit- að um allt hafsvæðið suður af íslandi og hvað þar er á ferð? Nánast ekkert. Skrápflúra er fiskur sem mældur er og talinn í togararallinu og í hverri skýrslu birtist línurit af lengdardreif- ingu hans. Hvers vegna þessi tegund fær svona sérstaka meðhöndlun er mér ekki kunnugt um en í rallskýrsl- unum er bent á að þetta sé einn stærsti stofn vannýttra tegunda við landið. Skrápflúran finnst allt í kring urn landið og Bjarni Sæmundsson segir að, hún sé gráðugur fiskur sem éti nt.a. fiskseiði(eins og allir fiskar reyndar gera). Bjarni hefur ástæðu til að taka fram að „þrátt fyrir mikið dráp á ung- um og gömlum fiski, virðist mergðin alltaf vera hin sama“. Það þarf að gera út á þennan fisk inni á fjörðum og alls staðar og losa þar með fæðu handa öðrum „nytjafiskum" og minnka sam- keppni. Ef miðin eiga að gefa hámarks arð verður að nýta sem flestar tegund- ir alls staðar. Kannski væntanlegar fjölstofnarannsóknir leiði þetta í ljós, einhverntíma. Meiri peninga, segir Hafrannsókn. Þetta sögðu líka klæðskerarnir í ævin- týrinu hans H.C. Andersens þegar þeir voru áð sauma á kónginn. ♦ JÓN KRISTJÁNSSON, FISKIFRÆÐINGUR 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.