Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Síða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Síða 27
HÖFUM VIÐ GENGIÐ TIL GÓÐS Þótt alkunna sé að sveiflur eru meira einkennandi fyrir dýrastofna en stöðugleiki, virðast breytingar áfiskgengd alltaf koma mönnum jafn mikið á óvart. Og enn heldur maðurinn, ceðsta dýr jarðarinnar, að pað hafi verið honum að kenna og að hann geti bcett þar um. Nœgir þar tal um meinta ofveiði á þorski og að kenna veiðum á hrygningarstöðvum þorsks um nýliðunarbrest, svo sem friðunaraðgerðir á þessum vetri hafa staðfest. Þetta er ekki nýtt af nálinni eins og sést á eftirfarandi úrklippu úrformála að „Fiskunum“ eftir Bjarna Sœ- mundsson frá árinu 1926. Eftir lesturinn hvarflar hugurinn að því hvort þekkingunni hafi virkilega ekkert mi.ðað og hversu lengi við eigum eftir að rceða á sömu nótum. — Annars hygg eg, að einmitt þetta atriði: að fá því svarað, hvernig íiskigöngur haga sér, verði i framtíðinni eitt af aðal- verkefnum fiskirannsóknanna og er líka það, sem fiskimenn fýsir einna mest að vita, enda er það skiljanlegt, því að á því veltur að jafnaði fyrst og fremst öll útkoma fiskveiðanna i það og það skiftið, hvort fiskurinn kemur á hinar vanalegu stöðvar, þar sem mcnn ciga von á honum. Það er því næsta skiljanlegt, að fiskimenn hafi frá alda öðli reynt að reikna út fiskigöngurnar eða spá um þær. En um þessa útreikninga manna á fiskigöng- unum er það því miður að segja, að þeir h. ,a ekki ætíð reynst réttir, sem ekki er að furða, þegar reiknað hefir verið með óþekt- um stærðum, eða menn í m v n d a ð sér það sem nauðsynlegt var að v i t a. Þessvegna var mönnum (og er jafnvel enn) oft hætt við því að grípa það sem hendinni var næst sem orsakir til þess, að útreikningarnir revndust skakkir, ]). e. að fiskurinn kom ekki á sínar vanalegu stöðvar. Og orsakirnar voru (og eru oft enn) að þeirra dómi tiðast mennirnir og þeirra athafnir. Oftast voru það ill áhrif frá aðkomuskipum, útlendum eða inn- lendum; þau drógu fiskinn á djúpið og héldu honum þar við niðurburðinn eða veiddu fiskinn upp, svo að ekkert varð eftir handa heimamönnum; eða það var tálbeita, sem allir gátu ekki aflað sér, moldrok í sjóinn, sem fældi fiskinn o. s. frv. Á síðustu iild bættist askan frá gufuskipunum og vélaskröltið (og á þess- ari öld jafnvel mótorskellirnir) við. En ekkert hefir þó líklega gefið mönnum jafn-illan grun á sér í þessu sambandi og hval- veiðarnar og botnvörpuveiðarnar. Hvalveiðarnar áttu að hafa sérstaklega óheppileg áhrif á göngur síldarinnar að landi og inn á firði, en botnvörpuveiðarnar á aðrar fiskigöngur og fiskveið- ar. Varpan átti að umróta botninum og eyða um leið öllum gróðri hans og hrognum fiska, jafnvel þeim sem aldrei eru í botni (eins og þorsksins), drepa alt ungviði unnvörpum og flæma allan fisk af miðunum. Hér skal ekki farið að ræða um það, við hve mikib rök vmis af þessum atriðum höfðu að styðjast, því að sum þeirra koma til tals í bókinni. Þó skal það tekið fram hér, að nægar upplýsingar eru til um það, að fiskur hefir oft brugðist áður — cins og líka ber við enn — án þess að auðið væri um að kenna neinu af því, sem hér hefir verið minst á, og að mönnum hættir oft mjög við því, að vitna aðeins i síðustu ára revnslu, en gleyma öllu því sem áður hefir komið fyrir. En tímarnir breytast, og það hvgg eg óhætt að segja, að mjög eru nú skoðanir fiskimanna farnar að breytast i þessu tilliti, stafar það sumpart af fenginni reynslu, sumpart af ýmsu þvi, sem sjó- og fiskirannsóknirnar hafa leitt í ljós. Þó að þær séu aðeins skamt á veg komnar enn, þá hafa þær þó ótvirætt sýnt fram á, að fiskarnir cru í göngum sínum eins og í öðrum lífsháttum, fvrst og fremst háðir ástandi sjávarins og þeim skilyrðum, sem það skapar, hvað fæðu og hrygningu snertir, og munu þess verða nefnd ýmis dæmi i bókinni.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.