Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Blaðsíða 32
V í K I N G U R ÍSLENSKIR SJÓMENN íslendingar hafa löngum þótt sæfarar góðir og ævintýramennskan er þeim í blóð borin, enda komnir af víkingum sem sigldu um heimsins höf á víkingaskipum sínum. Enn í dag leita íslenskir sjómenn ævintýranna og nú á Alaskamið. Búast má við að inn í ævin- týramennskuna fléttist svolítil gróðavon, en hvað ætli venjulegur háseti hafi upp úr vertíð á Al- askamiðum og við hvaða aðbúnað vinnur hann? Sjómenn á íslandi eru allt annað en ánægðir með kjör sín og samtök þeirra standa í sífelldu launaþrasi, en í Seattle í Bandaríkjun- um, þar sem þau skip eru gerð út sem stunda Alaskamið, eru engin sjó- mannasamtök. Hver sá sjómaður er ræður sig á skip eða bát er hugsaður sem útgerð, það er að segja, hann er að gera sjálfan sig út og það fer eftir ýmsu hvort sú útgerð skilar hagnaði eða ekki. Að vísu getur sá hagnaður orðið umtalsverður ef vel gengur og vel veiðist, en hann getur líka farið niður í skuld við útgerðina fyrir mat og aðra úttekt á bátnum, ef illa gengur og ekk- ert veiðist. Á Alaskamiðum er heildarkvóti og þau skip sem fyrst komast á miðin eru jaau sem fiska. Hver sjómaður er ráð- inn upp á hlut, að frádregnum kostn- aði við veiðarnar. Vinnan hefst í Seatt- le, þar sem byrjað er að gera bátinn kláran, síðan er honum siglt til Dutch Harbor sem er lítið þorp í Alaska og um 10 daga siglingu frá Seattle. Þar er tekin olía, vatn og vistir. Síðan er beðið í startholunum eftir því að vertíðin hefjist á nákvæmlega réttum tíma þann fyrsta nóvember. Þarna eru sam- an komnir 3400 bátar með um 300 til 500 gildrur hver og allir bíða eftir því sama - að fá að leggja af stað. Allan tímann sem sjómaðurinn vann við að gera bátinn kláran og sigla honurn upp til Alaska eru laun hans aðeins sá aflahlutur sem hann réð sig uppá — en hvað ef illa fer? T.d. ef svo óheppi- lega vill til að maður slasist um borð, verði veikur eða að báturinn bili, ef eitthvað veldur því að snúa verður til hafnar á ný. Þá er ævintýrið úti fyrir þá skipshöfn, því sá bátur á enga von um að komast á miðin áður en hinir bát- arnir hafa lokið við að moka upp kvót- anum sem í ár var ekki nema 16 millj- ón pund af kóngakrabba. Það tekur ekki langan tíma fyrir svo marga báta með svo margar gildrur að veiða það magn. Þá er hásetinn e.t.v. kominn í skuld við útgerðina fyrir mat og annað sem hann hefur notað frá því hann steig á skipsfjöl, þótt hann hafi unnið allan þann tíma um borð. Helsta gróðavon manna er kónga- krabbinn sem hæsta verð fæst fyrir. Vertíðin stendur í um tíu daga á miðin er um 8 daga sigling frá Alaska. Háseti getur vænst þess að fá í sinn hlut 3 - 12.000 dollara að frádregnum kostn- aði við veiðarnar. Næsta vertíð hefst um 15. nóvember og stendur fram á vor og er þá um að ræða smærri krabba sem heitir Tann- er-krabbi. Samhliða honum er veidd smærri tegund sem kölluð er Opilió og MARGRÉT S. SÖLVADÓTTIR MYNDIR: ÓLAFUR SKAGVÍK 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.