Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Qupperneq 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Qupperneq 35
ÁALASKAMIÐUM En allt í einu dettur allt í dúnalogn, veðrið hefur gengið niður jafn snögg- lega og það skall á. Pá er reynt að sinna þeint sem um sárt eiga að binda vegna ástvinamissis af bátnum sem fórst, eða vegna sjómannsins sem fór fyrir borð, því enginn tími var til slíks á meðan reynt var að halda skipinu á floti. Það er þögul skipshöfn sem kemur að bryggju í þetta sinn. Flestir þakka guði sínurn fyrir að vera lifandi og heita því með sjálfum sér að fara aldrei aftur á sjó. En þá kemur uppgjörið og menn sjá að þeir eru skuldugri nú en áður, því útgerðin vill fá matinn og annan kostnað greiddan og hlutur hásetans varð rýr og nægir ekki fyrir kostnaðin- um við útgerðina á honum sjálfum í þessari sjóferð. Bryggjan sem landað er við er í Dutch Harbor. Þar búa um það bil 1500 manns, en þegar flotinn er í landi og verksmiðjurnar í fullum gangi fer íbúatalan upp í 10.000. Flestir búa í bátunum því þau fáu hótel sem þarna er að fínna eru alltaf full á þessum árstíma. Þarna eru fáeinir símar og alltaf er biðröð sjómanna eftir að fá að hringja heim. Svipurinn lýsir von- brigðum þar sem þeir grúfa sig yfir Þá er sárt að heyra í talstöðinni neyðarkall báts, en geta ekki komið til hjálpar nema gjalda fyrir með lífi sínu. símtólið og tilkynna eiginkonu eða unnustu um lítinn eða engan gróða af vertíðinni — útgerðinni á sjálfum sér. Það er einnig einmanalegt líf að vera langdvölum frá fjölskyldu sinni en heimsóknir heim þýðir ekki að hugsa um því of dýrt er að fljúga lieim í fríum, ef það er þá á annað borð hægt að fljúga vegna þoku sem alltaf liggur yfir staðnum. Flugfargjald frá Alaska til Seattle er dýrara en á milli fslands og Bandaríkjanna. Sjómaðurinn bítur á jaxlinn og ræður sig á bátinn eina vertíð enn og ný von kviknar í brjóst- inu um góða veiði og stóran hlut svo hann geti greitt upp þessa skulcl og ef til vill aðrar sem safnast hafa upp á slitróttum vinnumarkaði þar sem kaupið er eins ótryggt og happdrættis- vinningur. íslenskir sjómenn er starfa á fs- landsmiðum eru greifar í samanburði við bræður sína á Alaskamiðum. En hvað kemur til að sama stéttin, af sömu þjóð komin, sættir sig við slíkan ójöfnuð? Sumir segja að fegurð Al- aska dragi þá að sér og ekki undrar það nokkurn mann sem hefur litið augum þær fallegu myndir sem þeir korna með til baka og bera greinilegan vott um náttúrufegurð Alaska. Sinn er siður í landi hverju og þeir sjómenn sem leita á Alaskamið eru komnir í land einkaframtaksins þar sem ekki þekkjast verkalýðsfélög og hver er sjálfum sér næstur. Auðvitað er þeint það í sjálfsvald sett hvort þeir ráða sig á bát upp á þessi kjör, en annað býðst ekki og færri komast að en vilja. Sjómenn sem hér heima starfa geta gert og gera kröfur sem flestar eru réttlátar og sjálfsagðar, en þeir verða ef til vill að gæta sín á að hafa þær í hófi samt, svo útgerðin geti staðið undir þeirn og ekki sé hætta á að það sem náðst hefur tapist aftur og þeir finni sig í sömu súpu og bræður þeirra á Alaskamiðum. Veiðar + vinnsla = afkoma þjóðar o oiMidi GFoVNDI NORÐURGARÐI • 121 REYKJAVÍK • SÍMI 91-622800 Sendum sjómönnum og fiskvinnslufolki bestu kveðjur á sjómanndaginn 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.