Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Side 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Side 48
V í K I N G U R um og fjórar skyttur úr breska hernum. AIls voru því 48 manns um borð. Þýskar flugvélar nálgast Hjálmar Viljálmsson, sýslumaður og bæjarfógeti á Seyðisfirði, kom á skrifstofu sína á venjulegum tírna þennan dag. Rétt fyrir kl. 11:00 hringdi síminn. Það var símstöðin í Stakkahlíð í Loðmundarfirði. Hjálmari var tilkynnt að Seyðfirðingar væru að fá heimsókn. „Það eru þijár flug- vélar á leiðinni til ykkar,“ sagði símavörð- ur. Þótt stuttur tínii væri til stefnu tókst að láta yfirmenn hersins vita og sömuleiðis barnaskólann. Þar varð uppi fótur og fit. Öllum börnunum var skipað niður í kjall- ara skólans. Allir tóku til fótanna en þrír Þrjár sprengjanna höfðu fallið í 8-10 metra fjarlægð frá framskipinu bakborðsmegin, ein í svipaðri f jarlægð stjórnborðsmegin en sú fimmta nokkru fjær og nær landi. drengir hlupu út. Kennari fór á eftir þeim, náði tveim en sá sem var fljótastur að hlaupa komst undan og alla leið niður að brú. Það var Hjálmar Níelsson. Hann sagði svo frá: „Þegar ég kom niður á veginn og að brúnni yfir Fjarðará mætti ég manni með myndavél og þrífót. Eg bauðst til að hjálpa honum að bera þetta, hann sagðisl æda niður í fjöru. Nú sáum við flugvél- arnar þrjár í mikilli hæð. Þær komu úr austnorðaustri og stefndu á höfnina. Það nam engum togum að í þessum svifum hófst skothríð á þær frá olíuskipinu og byssustæðum á landi. Ég sá þegar sprengjurnar féllu. Þær voru fimm, eng- in þeirra hitti olíuskipið E1 Grillo en fjórar fóru ntjög nálægt því. Mér fannst þetta eins og í bíó. Gerði mér enga grein fyrir alvörunni, að þarna varð ég sjónarvottur 48

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.