Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Side 50
V I K I N G U R
Norskur vélbátur, sem var í þjónustu
flotans á Seyðisfirði, kont brátt á vettvang
og tók mannskapinn, alls 48 manns, um
borð. Á meðan áhöfn E1 Grillo var flutt í
land horfðu menn á afturenda skipsins
sem reis hátt úr sjó.
El Grillo sekkur
Kl. 14:00 sama dag var afturendi skips-
ins enn á floti. Skipstjóri fór þá um borð
ásamt yfirvélstjóra, yfirstýrimanni, fjór-
um hásetum og tveim skodiðum. Lítið
var hægt að aðhafast enda vildi skipstjóri
ekki hafa langa viðdvöl þar sem afturendi
skipsins gatsokkið skyndilega. I’eim tókst
þó að bjarga tveim Oerlikon loftvarna-
byssum og hásetum að ná dóti sínu, en
íbúðir þeirra afturá voru enn þurrar. Eft-
ir þetta fóru menn í land og skipstjóri
ásamt áhöfn héldu stuttu síðar af stað til
Reykjavíkur. Eftir á Seyðisfirði urðu yfir-
stýrimaður og yfirvélstjóri.
Um kl. 19:30 sama dag sökk afturendi
E1 Grillo sem stóð nú kjölrétt í Seyðis-
fjarðarhöfn á 40-50 metra dýpi.
Þetta þóttu mikil tíðindi. Á þessum ár-
um var útvarpað frá Berlín á íslensku
stutta stund á hverjum degi. Hinn 10.
febrúar sagði þulurinn í þessari frétta-
sendingu að olíuskipinu E1 Grillo hefði
verið sökkt. Hann lét þess einnig getið að
þerman dag hefði verið bjart yfir Islandi.
Einar Vilhjálmsson, sem var á gangi
heim að Hrólfi þegar sprengjunum var
kastað að E1 Grillo, fór sama dag ásamt
Herði bróður sínum á skekktunni eftir
firðinum. Á sjónum var mikið brak úr
olíuskipinu og hlutir sent höfðu losnað.
Tunnur með smurolíu rak um allan sjó,
tréfötur og kassar með slökkvitækjum
voru meðal þess sem bræðurnir náðu.
Þeir náðu þannig í 24 tunnur af smurolíu
og eina tunnu fulla af bensíni. Þeir komu
böndum á tunnumar og reru með þær
að landi þar sem þeim var síðan velt upp í
fjöruna.
Yfirvöldum var tilkynnt um rekann,
en þau skilaboð bárust frá hernum að
það sem lent hefði í sjó hirtu þeir ekki unt
og mættu björgunarmenn halda sínu
góssi.
Olía og bensín var svo selt útgerðar-
mönnum og bflstjóra, sent þóui mikill
fengur að bensíntunnunni, ekki síst
vegna strangrar skömmtunar sem þá var
í landinu.
Viku eftir þessa atburði kom enskt
björgunarskip til Seyðisfjarðar. Sam-
kvæmt skýrslu skipstjóra E1 Grillo fundu
björgunarmenn út að skipið lægi á 25
faðnta dýpi. Foringi þeirra ákvað þá að
ekkert yrði aðhafst þar sem þeir höfðu
fyrirmæli frá flotastjórninni um að engin
djúpköfun eða björgun af miklu dýpi
yrði reynd.
Næstu vikur og ntánuði ntengaði olía
úr hinu sokkna skipi fjörur um allan
Seyðisfjörð. Mengunin barst víðar og sem
dæmi má nefna að æðarvarp í Loðmun-
darfirði spilltist vegna þess. Olían rann
viðstöðulaust úr skipinu og stundum
varð slíkur olíumóður á fjörum að hægt
var að ausa upp í tunnur og nýta til upp-
hitunar ásamt öðru eldsneyti.
Seyðfirðingum þótti illt af hafa þetta
rnikla skip ábotni hafnarinnar. Bæði staf-
aði af því mengun og sjómenn sem þar
leituðu hafnar urðu oft fyrir skaða þegar
akkeri festust í E1 Grillo. Þannig töpuðust
verðmæt legufæri. Bæjarbúar vonuðust
til þess að skipið yrði fjarlægt. Fornrleg
krafa um það kom fram árið 1947. Henni
var ekki sinnt. Ári síðar kröfðust Seyð-
firðingar þess enn að skipið yrði fjarlægt
og kröfðust skaðabóta. Bretar, sem áttu
skipið, voru ófúsir til aðgerða og enn
tregari til að borga. Þeir buðust á hinn
bóginn til að afsala sér skipinu og þeirri
olíu sem í því væri. Eftir 1950 varð mikil
eftirspurn eftir olíuflutningaskipum. Þar
sem yfirvöld höfðu sýnt E1 Grillo lítinn
áhuga ákvað Olíufélagið hf. og Samband
ísl. samvinnufélaga að athuga björgun
eða að minnsta kosti að ná úr því olíu.
Eftir nýjar athuganir á skipinu og botni
fjarðarins fóru þeir Vilhjálmur Árnason
lögmaður og Benedikt Gröndal verk-
færðingur, forstjóri Vélsmiðjunnar
Hamars, til Englands og ræddu við sér-
fræðinga í björgun skipa. Eftir þessa ferð
var ákveðið að dæla olíu úr skipinu.
Grímur Esteroy, færeyskur kafari sem
starfaði hér á landi, fór alls 81 köfun að E1
Grillo. Mönnum frá Vélsmiðjunni
Hantri tókst að ná 4500 smálestum af olíu
50