Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Page 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Page 51
E L G R I L L 0 Yfirvöldum var tilkynnt um rekann, en þau skilaboð bárust frá hernum að það sem lent hefði í sjó hirtu þeir ekki um og mættu björgunarmenn halda sínu góssi. Herskálahverfi á Þórisstaðamelum. úr skipinu, eða um það bil helmingi þess sem í því var er það sökk. í júní árið 1972 fóru þrír froskkafarar, þeir Jóhannes Briem, Halldór Dagsson og Óli Rafn Sumarliðason tíl Seyðisfjarð- ar að frumkvæði Ólafs Ólafssonar út- gerðarmanns og fleiri. Þremenningarnir köfuðu nokkrum sinnum niður að E1 Grillo og könnuðu ástand skipsins, sem þá hafði legið á botninum í 28 ár. í dag- bók þeirra félaga er allítarleg lýsing á skipinu ofan þilfars og að nokkru á sjálf- um skipsskrokknum, sem þeir töldu nokkuð traustan. Þeir geta þess einnig í dagbók að hafa rætt við Hafstein Jó- hannsson kafara, sem hafði nokkrum sinnum kafað niður að skipinu sér til ánægju. Síðustu kafanir sem mér er kunnugt um voru í maí-júní sumarið 1991 í sam- bandi við gerð sjónvarpsþáttanna Gull í greipar Ægis, sem Sjónvarpið lét gera undir stjórn Björns Emilssonar. I sam- bandi við sjónvarpsþáttinn köfuðu Jteir Vilhjálmur Hallgrímsson og Pálmi Dungal niður að E1 Grillo. En stafar enn mengunarhættu frá þessu sokkna skipi? I samtali við undirrit- aðan sagði Jóhann B. Sveinbjörnsson, bæjargjaldkeri á Seyðisfirði: „Ég tel mjög trúlegt að enn sé sprengiefni í skipinu. Þessi skip voru svo vel vopnuð að ótrúlegt er að öllu slíku hafi verið náð upp. Um olíuna sem eftir er heýrir maður frá sér- fróðum mönnum að hún sé líklega hlaupin í stump. Þess vegna vonum við að mengunarhætta sé liðin hjá.“ ♦ Helstu heimildin Samtöl við Jóhann B. Sveinbjömsson og Hjálmar Níelsson, Seyðisfirði, Áma Vilhjálms- son, Garðabæ og Jart Sigurðsson, Kópavogi. Jarl var skipsmaður á olíuflutningaskipinu S.S. Culpepper og einn þeirra sem stjómuðu stóm fallbyssunni á skipinu. Helstu rit sem stuðst var við: Skýrsla skipstjóra El Grillo til bresku flota- stjómarinnar, Seyðfirskir hemámsþættír eftir Hjálmar Vilhjálmsson, Virkið i norðri 3. bindi eftir Gunnar. M. Magnúss og dagbók kafaranna Óla Rafns Sumariiðasonar og Jóhannesar Briem. Enfremur óprentaður kafli um El Grillo eftir Einar Vilhjálmsson. Teikningin sýnir hvernig El Grillo liggur á fjarðarbotninum og eru hlutföllin milli stærðar skipsins og dýpisins nákvæm- lega rétt.Teikningin er úr bókinni Seyðfir- skir hernámsþættir. 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.