Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Síða 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Síða 55
ÞORSKUR Framboðið á þorski dróst aftur saman í aprfl eftir nokkra uppsveiflu í marsmánuði. Samt er þaðekki nenta svipur ltjá sjón miðað við það sem var og hét. N ú voru boðin til sölu 1.153 tonn af þorski á Humbersvæðinu á móti 1.411 tonnum í rnars. Þessi 1.153 tonn seldust að meðaltali fyrir 1,42 sterlingspuncl kílóið, en það jafngildir 147,18 kr. Verðið hækkaði heldur milli mánaða því það var 1,35 pund í mars. Á íslensku mörkuðunum dróst framboðið einnig saman þótt vertíðin væri í hámarki og gæftir ágætar. í mars voru seld 6.767 tonn á mörkuðunum en í apríl datt fram- boðið niður í 4.256 tonn. Gætu kvótakaupin sem nefnd eru hér að framan átt sinn þátt í þessu? Eða er það kannski verðið sem hefur verið lágt að undanförnu, það var rúmar 84 kr. í mars en fór niður í 79,82 kr. fyrir kflóið að meðaltali í aprfl. Aflatregðan sent ríkt hefur í vetur er þó hvergi meiri en þegar grálúðan á í hlut enda voru einungis 128 tonn af lienni falboðin á mörkuðunum níu. ÝSA Ýsuframboðið stórjókst hins vegar í aprfl og gildir það jafnt um íslenskumarkaðina sem ensku hafnirnar. f Eng- landi voru seld 918 tonn af ísaðri ýsu og hafði aukist úr rúmlega 600 tonnum í mars. Verðið hafði hins vegar lækk- að úr 1,71 sterlingspundi í 1,57 pund en það jafngildir 162,72 kr. að meðaltali fyrir kflóið af ýsu. Sömu sögu er að segja af íslensku mörkuðunum, þar jókst framboðið en verðið lækkaði. Alls voru seld 1.205 tonn af ýsu á mörkuð- unum í aprfl en í mars var frantboðið 911 tonn. Verðið lækkaði heldur, eða úr 116,54 kr. í 107,29 kr. að meðaltali fyrir kílóið. KARFI Langt er síðan framboðið af karfa hefur verið jafnmikið í þýskum höfnum og nú í aprílmánuði og skýrist það eflaust af föstunni sem náði hámarki um miðjan mán- uðinn. Alls voru 3.239 tonn af karfa boðin til sölu í Bremer- haven og Cuxhaven í apríl á móti 2.762 tonnum í mars. Verðið hefur hins vegar oft verið hærra. Nú fengust að meðaltali 2,53 ntörk fyrir kílóið eða 90,98 kr. en í mars var verðið 2,74 mörk sem jafngildir 98,23kr. Á íslensku mörk- uðununi dróst framboðið sarnan frá því í mars, en í aprfl voru 326 tonn á markaði hér á landi, borið saman við 422 tonn í ntars. Og þrátt fyrir minnkandi frantboð lækkaði verðið úr 39,56 kr. fyrir kflóið í 37,74 kr. UFSI Ufsaframboðið var ívið minna í þýskum höfnum í aprflmánuði en í mars. Nú voru boðin til sölu 312 tonn af ufsa í Þýskalandi á ntóti 329 tonnum í mars. Verðið var að beita má það sama og í mars því í apríl fengust 2,29 tnörk fyrir kílóið að nteðaltali, eða 82,13 kr., en í rnars var meðal- verðið á ufsakílóinu 2,28 rtiörk. Á íslensku mörkuðunum snarminnkaði framboðið á ufsa í mánuðinum og verðið lækkaði líka. Alls voru seld 729 tonn af ufsa á markaði hér á landi í apríl á ntóti 1.297 tonnum í mars. Nú var verðið 40,39 kr. fyrir kflóið að meðaltali en var 43,26 kr. í mars. VIÐTALIÐ — segir Þorsteinn Árnason, framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðs Vestmannaeyja ERUM KOMNIR TIL AÐ VERA Fiskmörkuðunum hefur farið fjölg- andi hér á landi og nú telst okkur til að þeir séu orðnir níu talsins í öllum landshlutum nerna á Austurlandi. Talsverð breyting hefur orðið á styrk- leikahlutföllum markaðanna innbyrð- is. „Gömlu“ markaðirnir þrír, þe. Fisk- markaður Suðurnesja, Faxamarkaður og Fiskmarkaður Hafnarfjarðar, eru ekki lengur einráðir og ef marka má söluna í aprflmánuði er það Suður- nesjamarkaðurinn sem hefur lang- sterkustu stöðuna. Þar voru seld ríf- lega 2.800 tonn í aprfl. Næstur kom markaðurinn í Þorlákshöfn sem losaði þúsund tonn og Faxamarkaður sent náði rétt tæplega þúsund tonnum. Það er athyglisvert að markaðirnir fyrir sunnan og vestan plurna sig ágæt- lega meðan Dalvíkurmarkaðurinn fær minnst af fiski til sölu og austan Vest- mannaeyja er enginn markaður. Samt setn áður eiga Norðlendingar og Aust- firðingar stóran hlut í heildaraflan- unt. En þar eru llest stærri fyrirtækj- anna bæði í veiðum og vinnsltt og hafa því ekki séð sér hag í að skipta við markaðina. Nýjasti fiskmarkaðurinn er Vest- mannaeyjamarkaðurinn sem tók til starfa í lok janúarmánaðar. Þar er framkvæmdastjóri Þorsteinn Árnason og sagði hann í spjalli við Víking að þeir væru búnir að selja um 2.300 tonn 55

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.