Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Síða 75

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Síða 75
eða noiuð. Pað er ef til vill ekki að furða þótt menn séu spenntir fyrir frystiskipum. Sem dæmi má nefna að Hólma- drangur kom fyrir skömmu að landi með 130 lestir af úthafsrækju, aflaverðmætið 40 milljónir og hásetahlutur- inn 700 þúsund. Túrinn tók 24 daga. í IjÓS hefur komið að búrfiskurinn er um þessar mundir verðmesti fiskurinn sem við flytjum út. Það er hreint ævin- týralegt verð sem fæst fyrir hann í Frakklandi og í Banda- ríkjunum. En Hafrannsóknastofnum hefur ekkert sinnt rannsóknum á þessari fisktegund og þvf eiga menn í erfið- leikum með ýmislegt sem honum og veiðum hans viðkem- ur. Þegar óskað var eftir því fyrr í vetur að Hafrannsókna- stofnun tæki upp rannsóknir á tegundinni var svarið að ekki væru til peningar og enga peninga að fá hjá sjávarút- vegsráðuneytinu. Þetta heitir að hafna því að kaupa hundr- aðkall á fimmtíukall. Aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna var haldinn á dögunum. Þar var greint frá samdrætti og heldur dapri útkomu á síðasta ári. Þegar aðalfundar fulltrúahóp- urinn var skoðaður sýndist manni að 9 af hverjum 10 hefðu líka verið fulltrúar á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna og Sölusamtaka íslenskra fiskframleiðenda. Og þegar hópurinn var skoðaður vel minnti hann mánn á árshátíð á DAS þar sem nokkrir miðaldra synir hefðu heim- sótt feður sína. Heyrst hefur að fjármálaráðuneytið hafí hug á að láta endurskoðalögin um skattaafslátt sjómanna sem samþykkt voru á haustþingi. Sannleikurinn mun vera sá að sjómenn koma mun betur útúr kerfinu en nokkurn óraði fyrir. Astæðan mun vera skekkja í útreikningum fjármálaráðu- neytisins og mun þar á bæ vera áhugi á að leiðrétta þetta, enda skilar skattkerfisbreytingin engu til ráðuneytisins en átti að skila á annað hundrað milljónum króna. Ákveðið hefur verið að Hafrannsóknastofnun fái á næsta kvótaári rúmar 500 milljónir króna sem fást fyrir þau 12 þúsund lesta þorskígildi sem sjávarútvegsráðuneytið hefur yfir að ráða ár hvert. Útgerðarmenn voru afar óhressir með þessa ákvörðun og vildu áfram fá þessum 12 þúsund lestum af kvóta úthlutað endurgjaldslaust. Uppi eru raddir innan LÍÚ um að bindast samtökum um að kaupa ekki þennan kvóta af sjávarútvegsráðuneytinu á næsta kvótaári og þvinga þannig ráðuneytið til að úthluta honum ókeypis eins og hingað til. Hafrannsóknastofnun ætlar að hefja hinar dýru fjölstofna rannsóknir þegar hún fær þetta fé í hendur, ef hún þá fær það. Annars er heldur hljótt um Hafrannsóknastofnun um þessarmundir. Menn þar á bæ vilja sem minnst láta fyrir sér fara eftir hin herfilegu mistök við ákvörðun loðnustofn- stærðar í haust er leið. Þótt undarlegt megi virðast eru það eiginlega bara skipstjórar loðnuskipa sem hafa látið í sér heyra vegna mistakanna. Þögn sjávarútvegsráðuneytisins vegna málsins er orðin býsna hávær. Rafmótorar frá ABB Motors snúast o<> snúast. Áratuga reynsla ABB (Asea) rafmótora hérlendis er vafalaust bestu meömælin meö rafmótorunum frá Johan Rönning. Rönning tryggir þjónustuna. Tvö nöfn sem standa fyrir sínu. Við eigum ávallt á lager mótora frá 0,25 kW - 37 kW. Viö veitum tæknilega þjónustu og aöstoö viö val á réttum mótor, ræsibúnaði og hraðastýringu. Veldu ABB Jtf JOHAN RÖNNING HF Sundaborg 15 ■ 104 Reykjavík ■ Simi (91)-814000 ■ Fax 91-688221 75

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.