Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Blaðsíða 5
Kjarasamningar fiskimanna
Þrátt fyrir að búið sé á siðastiiðnum árum í tvígang að reyna að ná
sátt um fiskverð og hvernig sá grunnur sem fiskverð er undir hluta-
skiptasamning fiskimanna á að myndast, er málið enn á nú í algjörri
upplausn. Úrskurðarnefndin sem komið var á í síðasta kjarasamningi
hefur lokið öllum málum sem henni hafa borist en sumar útgerðir
hafa eigi viljað una niðurstöðunni. ískjóti þess að útgerðin eigi skipið
°g ráði hvort gert er út á kvótann, sem útgerðin á líka, hafa hinir„ný-
n'ku ofurútgerðarmenn“ komist upp með frekju og yfirgang.
Sjómenn hafa verið settir upp að vegg og þeim sýnt hver það er
sem valdið hefur yfir atvinnu þeirra og tekjum. Útgerðin ráði þvf sko
hvort unnið sé á þessu skipi. Því ráði sko engin úrskurðarnefnd í
Reykjavík. Ég geri sko bara það sem ég vil í mínu plássi og get sko
bæði selt kvóta og skip ef ég vil.
í þessu verðmyndurnarmáli fiskaftans,'er vegna þessara „ofurút-
gerðarmanna“, sem ráða sko sfnum málum sjáifir, ekki hægt að Ijúka
samningum án þess að verðmyndun sé klár og skýr. Það verður best
gert með því að láta markaðinn mynda verðið. Til þess eru fiskmark-
aðir og öðrum verður varla betur treystandi íþað verk, ekki síst í Ijósi
æynslu síðustu tveggja kjarasamninga fiskimanna þar sem aðrar
leiðir voru reyndar. Á þvf prófi féllu sumir útgerðarmenn eins og áður
er lýst og komust upp með það.
Önnur forsenda þess að úr einhverju sé að skipta milli fiskimanna
i hlutaskiptakerfi og sú sem þarf að tryggja í nætu samningagerð er
að fiskiskipin veiði þær veiðiheimildir í þorskfgildum sem á skipið er
skráð sem aflahlutdeild þess og aflamark. Alla tíð hefurþað eðlilega
átt að vera markmið að skipið sem aflamarkið fær úthlutað sé gert út
°g að áhöfn þess geti verið þess fullviss að hún hafi atvinnu afþví
að veiða þær aflaheimildir.
Leigukvóta og sötubraskið sem útgerðin hefur tekið upp í ijósi að-
gerðaleysis stjórnvalda og þess ofurvalds, sem kvótanum fylgir, veld-
ur því að atvinnuöryggið er ekkert þegar „ofurútgerðarmennirnir“ sem
úgnir upp í nefið á jafnvel í léttri golu, taka til sinna ráða og ákveða
að fara að græða mikið með kvótabraski. Auðlindin, sem í orði er
sameign þjóðarinnar, sem þeir áttu aðeins að hafa nýtingarrétt til að
gera út á en skila til baka ella. Staðreyndin er hins vegar sú að að-
gerðarleysi stjórnvaida hefur leitt til þess að útgerðin á kvótann og
æeð honum er hægt að deila og drottna eins og sægreifar.
Ef ekki má búast við auknum skilningi útgerðarmanna á því að
þeir eru réttbornir ístendingar eins og við hinir, en ekki hafnir yfir aðra
þegna landsins, lög þess og rétt, þá hlýtur að draga til þess að sjó-
mannastéttin verji rétt sinn til atvinnu við fiskveiðar á forsendum eðli-
legrar verðmyndunar og fiskveiða þar sem fiskimenn geti treyst því
að kjarasamningar þeirra og atvinnuréttur sé virtur. Til þess eigum
við sjómenn aðeins eitt vopn ef nauðsyn krefur. Samstöðu, ef til
verkfalls kemur.
Guðjón A. Kristjánsson
Útgefandi: Farmanna- og fiskimannasamband íslands,
Borgartúni 18, 105 Reykjavík.
Ritstjóm: Hverfisgötu 8-10,101 Reykjavík, sími 562 6233, fax 562 6277.
Afgreiðsla: sími 562 9933. Auglýsingar: sími 587 4647.
Ritnefnd: Guðjón A. Kristjánsson
Benedikt Valsson
Hilmar Snorrason
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurjón Magnús Egilsson
Auglýsingastjóri: Sigrún Gissurardóttir
Setning og tölvuumbrot: Útgáfufélagið
Filmuvinna, prentun & bókband: Grafík
Forseti FFSÍ: Guðjón A. Kristjánsson.
Framkvæmdastjóri: Benedikt Valsson.
Aðildarfélög FFSl': Skipstjóra- og stýrimannafélag íslands, Skipstjóra- og stýri
mannafélag Norðlendinga, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta,
Félag matreiðslumanna, Skipstjóra- og stýrimannafélögin: Aldan, Reykjavik;
Bylgjan, ísafirði; Hafþór, Akranesi; Kári, Hafnartirði; Sindri, Neskaupstað;
Verðandi, Vestmannaeyjum; Vísir, Suðumesjum; Ægir, Reykjavík.
Forsíðumyndin
er af styttunni
Horft til hafs
eftir inga Þ. Gíslason.
Þorvaldur Örn
Kristmundsson
tók myndina
\ X*
/ 4
- , p
; ’f
6 Guðjón Armann Eyjólfsson
sendir Farmanna- og fiski-
mannasambandinu afmælis-
kveðju
8 Afmæliskveðja frá Þorsteini
Pálssyni sjávarútvegsráðherra
10 Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri SÍK, sendir árnaðaróskir
11 Út í óvissuna, er yfirskrift á viðtali við Svein Jónsson skipstjóra
sem er fluttur til Noregs
12 Jákvæðar niðurstöður úr seiðarannsókn Hafrannsóknastofnunar
14 Kristján Sveinsson form. Skipstjóra- og stýrimannafélags íslands
15 Fundur Alþjóðaflutningaverkamannsambandsins
16 Jakob Jakobsson segir frá rannsóknaáætlun Hafró
18 Utan úr heimi: Drottning hverfur, Nýtt risaskip
19 Fárviðri, Bjórsklp ferst, Stórsmygl, Símaglaðir, Símabann, Nýttbann
20 Þjóðverjar verjast, Klósettvandamál
22 Háar tölur, Gaut fundinn, Smáfréttir
23 Nýir félagar, Skrítin sigling, Kanarsökktu skipi
ám
14 Upphafið
28 Kvótatilfærslur
Greint frá hvernig kvóti hefur færst
milli byggðarlaga og fleira og fleira
40 Myndir frá Hrísey
Ingólfur Margeirsson rithöfundur
hefur gengið í Víking og fyrsta grein
birtist í þessu blaði
44 Dómur í lífeynsmáli
Lífeyrissjóður sjómanna tapaði máli
fyrir Héraðsdómi
50 Cuxhaven
Þýska borgin Cuxhaven væntir meiri
54 Upphaf Tilkynningaskyldu
Páll Guðmundsson skrifar
samskipta við íslendinga
48 Ríkið ber ábyrgð
Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri
Lífeyrissjóðs sjómanna
57 Sjómaður frá 14 ára aldri
Óli Jacobsen forystumaður sjómanna I
Færeyjum
66 Framtak Á. Bjarnason 67 Marvís 68 Landssmiðjan 70 Filtertækni
Prófun 71 Netasalan MDvélar 72JAT 73 Vélsmiðja Áma Jóns
74 Fjárvangur RT
Sjómannablaðið Víkingur
5