Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Blaðsíða 12
Ánægjulegar niðurstöður rannsókna á fjölda og útbreiðslu fiskseiða Hrygningarstofn þorsks kominn yfir 400 þúsund tonn - segir Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar „Það voru mjög ánægjulegar niðurstöður úr þessum leiðangri. Þorskvísitalan var sú fjórða hæsta sem mælst hefur frá árinu 1970 þegar seiðarannsóknirnar hófust og raunar fannst mikið af seið- um flestra tegunda," sagði Jakob Jakobsson forstjóri Hafrann- sóknunarstofnunar í samtali við Sjómannablaðið Víking. Árlegum seiðarannsóknarleiðangri Hafró lauk í byrjun seþtember. Rann- sóknirnar fóru fram undir stjórn Sveins Sveinbjörnssonar fiski- fræðings og voru þær einskorðaðar við hafsvæðið kringum ísland og vestur um Dohrmbanka. Jakob var sþurður hvaða skýringar væru helstar á svo mikilli fjölgun þorskseiða og annarra tegunda. „Svo er að sjá sem hrygningarstofninn hafi heldur rétt við vegna friðunaraðgerða. Stofninn er kominn yfir 400 þúsund tonn, en var langtum minni á tímabili. Þá hafa ábyggilega verið mjög góð skil- yrði í sjónum, hann hefur verið hlýr og saltur. En menn hafa í sjálfu sér enga eina örugga skýringu. Það eru margir samverkandi þættir sem þarna er um að ræða,“ sagði Jakob. Þorskseiði fundust meira og minna á landgrunninu úti fyrir Vestfjörðum, Norðurlandi og suður fyrir miðja Austfirði og var stærð seiðanna í meðallagi. Þorskárgangsins 1997 fer hins vegar ekki að gæta í veiðinni fyrr en eftir aldamót. Seiðavisitala ýsu reyndist í meðallagi og seiðin stór. Fyrstu vís- bendingar um stærð ýsuárgangsins 1997 bendir til að hann verði í eða yfir meðallagi. Seiðavísitala loðnu er ein hin hæsta sem mælst hefur og sú þriðja hæsta síðan 1975. ■ vísitala þorskseiða frá 1970 til 1997 3000 2500 2000 1500 1000 500 0 70 12 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.