Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Blaðsíða 63
Þórshöfn i Færeyjum
inga á sókn á fjarlæg mið, en þróun-
in hefur orðið sú að mest af veiðun-
um fer nú fram umhverfis Færeyjar.
Þó eigum við tiltölulega stóran út-
hafsveiðiflota sem sækir á Ný-
fundnalandsmið og í Barentshafið.
Vinnuaðstæður sjómanna á heima-
flotanum og úthafsflotanum eru
mjög ólíkar. A þeim fyrrnefnda eru
menn frá einni upp í þrjár vikur að
heiman, meðan hinir eru fjarri heim-
ilum sínum mánuðum saman og öll
samskipti, t.d. um síma eru stopul
og dýr, eða allt að 500 krónur mín-
útan.
Hinar hefðbundnu línu og hand-
færaveiðar þar sem aflinn er saltaður
um borð, heyra að mestu sögunni til.
Uthafsflotinn er nú einkum rækju-
togarar sem sækja á Flæmska hattinn
og miðin kringum Spitzbergen og
nótaskip sem veiða á Norðausturatl-
antshafinu. Menn hafa reynt fýrir sér
við Afríkustrendur og við Nýja Sjá-
land en án mikils árangurs. I’ó lofa
nýlegar linuveiðatilraunir við S-Afr-
íku nokkuð góðu.
Fiskiðnaðurinn
Færeyski fiskiðnaðurinn hefur
ekki náð sér eftir kreppuna en tals-
verður bati hefur orðið. Fram til
1989 ríkti byggðastefna og var
stundaður áætlunarbúskapur í
vinnslunni sem reyndist illa. Nú
byggist starfsemin á frjálsum markaðsbúskap
sem aukið hefur verðmæti afla upp úr sjó.
Stöðugt stærri hluti fiskjar sem kemur á land
er seldur um fiskmarkaði sem sjómannasam-
bandið á hlut í. Erfiðleikar eru enn í fiskiðn-
aðinum sem rekja má til þess að þegar efna-
hagur landsins hrundi urðu landsmenn að
ganga að afarkostum eins og þeim að flest
fiskvinnsluhúsin voru sameinuð í eitt fyrir-
tæki. Heldur er þó tekið að losna um þessa
miðstýringu, sem flestir Færeyingar voru
andsnúnir. Það hefúr líka sýnt sig
að hún var misheppnuð.
Nýir möguleikar
Það liggur í augum uppi að
það er veikleiki færeysks samfé-
lags hve mikið það byggir á fisk-
veiðum og það er mjög nauðsyn-
legt að koma á fót iðnaði við hlið
sjávarútvegsins. Stjórnamála-
menn hafa haft frumkvæði að því
að það verði gert, en þróunin
hefur verið hæg, en gengur þó í
rétta átt.
Sjómannasambandið hefur
bent á nýtingu fleiri fiskitegunda
en þorsks, ýsu og ufsa og karfa.
Það er nokkuð sérkennileg sagan
af því þegar Færeyingar uppgötv-
uðu skötusel, en það gerðist þeg-
ar spánskt skip var fært til hafnar
fyrir ólöglegar veiðar í færeyskri
lögsögu. Um borð var talsvert af
skötusel sem veiddur hafði verið
ólöglega í net. En enginn í Fær-
eyjum hafði fyrr látið sér detta í
hug að það væri yfirhöfuð hægt,
en eftir þetta atvik hófu Færey-
ingar að veiða skötusel og hafa
veiðarnar gengið ágætlega. Þessar
veiðar hafa einnig leitt til þess að
Færeyingar hafa tekið að veiða
heilagfiski í net og sá veiðiskapur
hefur einnig gengið vel þótt illa
hafi gengið í upphafi að fá lán hjá
lánastofnunum til kaupa á nauðsynlegum
veiðarfærum. En það eru fleiri ónýttar teg-
undir umhverfis Færeyjar, svo sem eins og
kolmunninn sem nánast ekkert hefur verið
nýttur, en rnikið af honum er í sjónum. ■
-SÁ
Sendum ‘Farmanna- oq fisífmannasambandi
ísiands destu fcveðjur í tiíefni af 60 ára
afmaeíinu
HAFIMASAMLAG
l\IORÐURLAI\ID5
HAFNIRMAR A AKUREYRI, GREMIVÍK, HJALTEYRI DG SVALBARÐ5EYRI
SjÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR
63